Enski boltinn

Íslendingar í eldlínunni - Heiðar skoraði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðar Helguson skoraði eina mark QPR í dag / Mynd: Getty Images
Heiðar Helguson skoraði eina mark QPR í dag / Mynd: Getty Images
Fjölmargir leikir fóru fram í neðri deildum Englands í dag og voru Íslendingar í eldlínunni á mörgum vígstöðum. Heiðar Helguson var á skotskónum í ensku Championship-deildinni í dag en hann skoraði eina mark QPR í jafntefli gegn Preston.

Nathan Ellington, leikmaður, Preston jafnaði síðan leikinn. QPR er samt sem áður enn í efsta sæti deildarinnar með 61 stig.



Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var allan tíman á bekknum þegar Reading tók á móti Watford. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Andreas Weimann, leikmaður Watford, skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu en Reading náði að jafna metinn í byrjun síðari hálfleiks. Þar var á ferðinni Noel Hunt en Reading eru í 12. sæti deildarinnar.  



Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth sem sigraði Barnsley 1-0 en það var Kanu sem skallaði boltann í netið sex mínútum fyrir leikslok.

Jóhannes Karl Guðjónsson og Matthías Vilhjálmsson komu báðir við sögu í leikjum sinna liða í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl átti fínan leik fyrir Huddersfield sem gerði ,1-1, jafntefli við Bournemouth. Michael Symes kom Bournemouth yfir á 74. mínútu en Huddersfield jafnaði metinn rétt undir lokin en þar var að verki Danny Cadamarteri.



Colchester sigraði Walsall 2-0 en Matthías Vilhjálmsson kom inn á í liði Colchester þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. David Perksins og Dave Mooney skoruðu mörk Colchester í leiknum, en liðið er í 10. sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×