Enski boltinn

Owen ekki alvarlega meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen í leik með United.
Michael Owen í leik með United. Nordic Photos / Getty Images
Michael Owen á við meiðsli að stríða þessa dagana en Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að þau séu ekki alvarleg.

Í gær bárust fregnir af því að Owen ætti við máraneiðsli að stríða og óttast væri að hann myndi ekki spila meira með United á leiktíðinni. Svo alvarleg eru meiðslin þó ekki.

Alex Ferguson viðurkennir að til greina hafi komið að láta hann spila í bikarleiknum gegn Crawley United um helgina en af því verður ekki.

„Michael varð fyrir smávægilegum meiðslum í vikunni og verður því ekki með á morgun,“ sagði Ferguson.

„Ég ætlaði að láta hann spila en það gæti verið að hann gæti komið við sögu í leiknum gegn Marseille (í Meistaradeild Evrópu) á miðvikudaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×