Enski boltinn

McClaren: Dzeko þarf meiri tíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edin Dzeko, til hægri, í leik með City í vikunni.
Edin Dzeko, til hægri, í leik með City í vikunni. Nordic Photos / Getty Images
Steve McClaren, fyrrum stjóri Wolfsburg, segir að Edin Dzeko þurfi meiri tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum hjá Manchester City.

City keypti Dzeko frá Wolfsburg fyrir 27 milljónir punda í síðasta mánuði og þekkir því McClaren vel til kappans.

McClaren segir reyndar að Roberto Mancini gæti þurft að bíða fram á næsta tímabil þar til að Dzeko fer að sýna sitt rétta andlit.

Mancini, knattspyrnustjóri City, sagði í vikunni að Dzeko þyrfti að bæta sig en hann hefur skorað eitt mark í fyrstu sjö leikjum sínum með liðinu.

„Það eru margir góðir framherjar hjá City og hann þarf tíma til að aðlagast. En ég tel að hann henti ensku úrvalsdeildinni vel,“ sagði McClaren við enska fjölmiðla.

„Ég tel og vona fyrir hönd Roberto Mancini að Dzeko muni sýna sitt allra besta á næsta tímabili. Hann þarf að koma sér betur fyrir í Englandi og læra á enska kerfið. Hann hefur allt sem þarf til að slá í gegn í Englandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×