Enski boltinn

Ancelotti tekur ekki í mál að segja upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Meistaradeildin er það eina sem er eftir hjá Chelsea í vetur.
Meistaradeildin er það eina sem er eftir hjá Chelsea í vetur.
Ítalinn Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir ekki koma til greina að segja starfi sínu lausu hjá Lundúnafélaginu. Hann segir að eigandi félagsins, Roman Abramovich, verði að taka allar slíkar ákvarðanir.

Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Chelsea í vetur. Liðið er svo gott sem úr leik í baráttunni um meistaratitilinn og um helgina féll það úr keppni í bikarnum.

"Ég mun aldrei íhuga að hætta. Ég hef aldrei hætt neinu eða labbað í burtu frá einhverju verkefni. Ég er ekki í neinu skapi til þess að hætta núna," sagði Ancelotti.

"Ég þarf ekkert að skoða mína stöðu. Það er eigandinn sem þarf að gera það. Ég þarf bara að vinna og reyna að standa mig vel í mínu starfi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×