Enski boltinn

Kuyt í viðræðum um nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dirk Kuyt í leik með Liverpool.
Dirk Kuyt í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, á nú í viðræðum við félagið um nýjan samning en það staðfesti hann í samtali við enska fjölmiðla.

Núverandi samningur Kuyt við félagið rennur út vorið 2012 og hann segist vilja vera áfram í Liverpool.

Hann er þrítugur og kom til félagsins frá Feyenoord árið 2006. Síðan þá hefur hann komið við sögu í meira en 220 leikjum með Liverpool.

„Ég á eitt ár eftir af samningi mínum en það er eitthvað að gerast núna,“ sagði hann. „Við höfum átt í viðræðum og það eina sem ég get sagt er að þetta er allt á jákvæðum nótum.“

„Mér líður eins og ég sé heima hjá mér og vil ekki fara annað. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími hjá Liverpool að undanförnu en nú skynja ég að það sé eitthvað gott að gerast og að Liverpool sé á leiðinni til baka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×