Enski boltinn

Eiður í samningaviðræðum við Fulham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður verður hugsanlega áfram hjá Fulham.
Eiður verður hugsanlega áfram hjá Fulham.
Mark Hughes, stjóri Fulham, staðfesti í dag aðsamningaviðræður við Eið Smára Guðjohnsen væru vel á veg komnar. Fulham er með Eið í láni en vill gera við hann lengri samning.

"Eiður verður hér til loka tímabilsins og við erum mjög ánægðir með hann. Hann mun fá tækifæri áfram og ef hann heldur áfram á sömu braut munum við ræða málin áfram," sagði Hughes.

"Ég vissi alltaf að ég væri að fá góðan leikmann og það var aldrei áhætta að fá hann. Ég er mjög ánægður að hafa hann í mínu liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×