Enski boltinn

Wolves enn á botninum

James O´Hara fagnar hér markinu í dag / Mynd: Getty Images
James O´Hara fagnar hér markinu í dag / Mynd: Getty Images
Wolves og West Brom gerðu ,1-1, jafntefli í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið, en þau berjast af miklum krafti fyrir lífi sínu í deildinni. James  O'Hara skoraði skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en það var Carlos Vela sem jafnaði fyrir West Brom á 93. mínútu leiksins.  



Spennustigið í leiknum var greinilega hátt en leikmenn áttu erfitt með að fóta sig til að byrja með. Wolves náði ágætum tökum á leiknum þegar leið á fyrri hálfleikinn og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði gestirnir að komast yfir.



James  O'Hara skoraði fyrir Wolves á 39. mínútu en hann náði góðu skoti á markið fyrir utan teig sem Boaz Myhill, markvörður West Brom, náði ekki að verja.

Síðari hálfleikurinn var heldur tíðindalítill en heimamenn í West Brom voru töluvert líklegri fyrir framan markið. Það var síðan Carlos Vela, fyrrverandi leikmaður Arsenal, sem jafniði leikinn rétt fyrir lokaflautið.



James Morrison, leikmaður West Brom, átti ágætt skota að marki Wolves sem Wayne Hennessey í markinu varði út í teiginn en Carlos Vela var réttur maður á réttum stað og skoraði laglega.



Wolves eru því enn á botni deildarinnar með 25 stig en WBA eru með 28 stig í 17. sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×