Enski boltinn

Evra framlengir við Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Evra verður hjá United næstu árin.
Evra verður hjá United næstu árin.
Stuðningsmenn Man. Utd gátu leyft sér að brosa í dag þegar bakvörðurinn Patrice Evra skrifaði undir nýja samning við félagið sem gildir til ársins 2014.

Hann er annar leikmaður United sem framlengir á síðustu dögum en Ryan Giggs skrifaði undir nýjan samning fyrir helgi.

Evra hafði verið orðaður við Real Madrid í nokkurn tíma en nú er ljóst að ekkert verður af því að hann fari þangað.

"Það hafði alltaf verið draumur hjá mér að spila fyrir Man. Utd. Allir hjá félaginu vinna hörðum höndum að því að gera þetta félag að besta félagi heims. Ég hef unnið mikið á síðustu fimm árum en ég vil vinna meira. Það vilja allir hér," sagði Evra.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×