Enski boltinn

Woodgate fær líklega nýjan samning hjá Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Woodgate hefur átt erfitt uppdráttar.
Woodgate hefur átt erfitt uppdráttar.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, neitar að gefast upp á meiðslapésanum Jonathan Woodgate og hefur gefið í skyn að félagið sé til í að bjóða honum nýjan samning.

Þessi 31 árs gamli varnarmaður verður samningslaus í sumar. Hann spilaði loksins gegn AC Milan á dögunum en meiddist að sjálfsögðu í leiknum.

"Vonandi fær hann samning. Ég vil fá hann til baka í formi því hann er frábær leikmaður," sagði Redknapp.

"Það myndi gleðja mig mikið að sjá hann koma ferli sínum aftur á réttan kjöl. Hann er einn besti miðvörður sem ég hef séð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×