Enski boltinn

Deschamps íhugaði tilboð Liverpool í tvær sekúndur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Didier Deschamps.
Didier Deschamps.
Frakkinn Didier Deschamps hefur útskýrt af hverju hann hafnaði tækifærinu til þess að taka við Liverpool en honum var boðið starfið síðasta sumar er Rafa Benitez var horfinn á braut.

Deschamps segist hafa verið stoltur af því að félag eins og Liverpool vildi fá hann til starfa en tímasetningin hefði ekki hentað sér þar sem hann er að þjálfa Marseille.

"Ég hugsaði um tilboðið í tvær sekúndur. Ég mun ekki ljúga því enda ekki á hverjum degi sem maður fær boð frá félagi eins og Liverpool," sagði Deschamps.

"Þetta var ekki auðveld ákvörðun en ég var búinn að gefa Marseille loforð. Ég átti ár eftir af samningi mínum og var búinn að lofa að vera áfram.

"Það komu leikmenn til félagsins út af mér. Svo kom tilboð Liverpool tveim dögum áður en undirbúningstímabilið hófst hjá okkur. Ég er maður orða minna og gat ekki svikið Marseille."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×