Enski boltinn

Markvörður fékk rautt eftir tíu sekúndur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Preston Edwards, markvörður utandeildarliðsins Ebbsfleet, fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins tíu sekúndur í leik gegn Farnborough á dögunum.

Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli á Youtube og má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

„Ég vildi gjarnan vera þekktur fyrir eitthvað annað en svona er þetta bara," sagði hann í samtali við fréttavef BBC.

„Ég verð bara að taka þessu. Ég er þó allavega búinn að skrá nafn mitt í sögubækurnar."

Talið er að þetta sé met hjá markverði í Englandi en þó ekki hjá knattspyrnumanni. Árið 2008 var sóknarmaðurinn David Pratt aðeins þrjár sekúndur að næla sér í rautt spjald í leik með Chippenham.

Ebbsfleet var ekki með annan markvörð á bekknum og þurfti því hinn átján ára gamli Tom Phipp, sem er miðvallarleikmaður, að standa í markinu í hinar 89 mínúturnar.

Ebbsfleet tapaði leiknum, 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×