Enski boltinn

Giggs tekur eitt ár til viðbótar hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ryan Giggs hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Manchester United.

Giggs hefur leikið allan sinn feril með United en hann er í dag 37 ára gamall.

Næsta tímabil verður númer 21 hjá Giggs í aðalliði United en hann lék sinn fyrsta leik með liðinu þann 2. mars árið 1991.

Hann á að baki meira en 850 leiki með félaginu og er leikjahæsti leikmaður í sögu þess. Hann er líka sá leikmaður sem hefur notið mestrar velgengni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er frábært að vita að ég get enn lagt mitt af mörkum," sagði Giggs sem hefur þegar komið við sögu í 24 leikjum með United á tímabilinu.

„Það eina sem ég vildi gera var að spila með Manchester United og ég hef gert það í 20 ár. Það eru spennandi tímar fram undan enda margir góðir ungir leikmenn að koma upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×