Enski boltinn

Mögulegt að Hitzlsperger spili á mánudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Hitzlsperger.
Thomas Hitzlsperger. Nordic Photos / Getty Images
Avram Grant, stjóri West Ham, segir að Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger muni á mánudaginn loksins að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið síðan hann kom til félagsins í sumar.

Hitzlsperger lék áður í fimm ár með Aston Villa en kom frá ítalska félaginu Lazio án greiðslu í sumar.

Hann stóð sig vel á undirbúningstímabilinu en meiddist á kálfa og hefur því ekkert getað spilað síðan að tímabilið hófst.

Hann hefur tvívegis spilað með varaliði West Ham og er líklegt að hann verði í leikmannahópi liðsins þegar það mætir Burnley í ensku bikarkeppninni á mánudagskvöldið.

„Hann mun spila á mánudaginn. Ég veit ekki hversu lengi en hann mun spila,“ sagði Grant.

„Miðað við hvernig hann var í sumar verður hann einn allra besti miðjumaður deildarinnar. Hann er með frábæra sýn, góða fyrstu snertingu og getur bæði lagt upp mörk og skorað þau.“

„Hann er líka góður varnarmaður, er klókur og skilaði sínu í hverjum einasta leik í sumar. Þetta er ástæðan fyrir því að hann var gerður að fyrirliði þýska landsliðsins á sínum tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×