Enski boltinn

Phil Neville: Sigurinn gegn Chelsea gæti bjargað tímabilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phil Neville var hetja Everton í bikarnum í gær / Mynd: Getty Images
Phil Neville var hetja Everton í bikarnum í gær / Mynd: Getty Images
Everton komst í gær áfram í fimmtu umferð enska bikarsins þegar liðið sigraði Englandsmeistarana í Chelsea, en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Phil Neville, fyrirliði, var hetja Everton eftir að hafa skoraði úr síðustu spyrnu Everton og í leiðinni tryggt þeim sigurinn.



„Þetta gæti verið vendipunktur fyrir okkur á tímabilinu,“ sagði Phil Neville eftir sigurinn. Everton hefur átt frekar dapurt tímabil og eru í 13. sæti deildarinnar með 30 stig aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu.



„Við sýndum í leiknum gegn Chelsea að við getum unnið hvaða lið sem, en núna verðum við að sýna ákveðin stöðuleika og halda áfram á þessari braut.“

„Ég vissi alltaf að boltinn myndi fara í netið, en þjálfarinn lét okkur æfa vítaspyrnur alla vikuna. Þessi sigur gæti bjargað tímabilinu fyrir okkur og vonandi erum við komnir á gang núna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×