Enski boltinn

Ferguson: Áttu skilið jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Hunt og Wayne Rooney skiptast á treyjum eftir leikinn í kvöld.
David Hunt og Wayne Rooney skiptast á treyjum eftir leikinn í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
„Liðið átti skilið jafntefli, miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United, eftir bikarleikinn gegn utandeildarliðinu Crawley Town í kvöld. United vann leikinn, 1-0.

„Ég hef ekki undan neinu að kvarta frá fyrri hálfleiknum en mér fannst við standa okkur þokkalega,“ sagði hann. „En við vorum ekki á tánum í seinni hálfleik og seinir í alla bolta.“

Nokkrir leikmenn sem lítið hafa fengið að spila með United í vetur fengu tækifæri í kvöld, eins og Gabriel Obertan og Bebe.

„Það er alveg ljóst að nokkrir leikmenn gerðu sér enga greiða í kvöld. Þetta voru vonbrigði. Við vorum með einhverja leikmenn sem ef til vill ekki skilja hvernig fótbolti er spilaður í ensku bikarkeppninni. Það er þeirra stærsta lexía í leiknum.“

Steve Evans, stjóri Crawley, var einnig svekktur eftir leikinn. „Við héldum í alvörunni að við gætum unnið leikinn og við fengum gott tækifæri til þess í dag.“

Ferguson gaf Evans eðalvínflösku í kvöld en báðir eru Skotar og fór vel á með þeim í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×