Enski boltinn

Manchester City kjöldró Notts County í bikarnum

Patrick Viera skoraði tvö mörk fyrir City í dag. / Mynd: Getty Images
Patrick Viera skoraði tvö mörk fyrir City í dag. / Mynd: Getty Images
Manchester City gjörsamlega rústaði Notts County í fimmtu umferð enska bikarsins í dag. Heimamenn skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í lokin, en fyrir það höfðu leikmenn Notts County barist eins og ljón.

Patrick Viera skoraði tvö mörk fyrir Man. City og þeir Carlos Tevez, Edin Dzeko og Micah Richards skoruðu eitt mark hver.



Það munaði 59 sætum á liðunum fyrir leik liðanna í ensku bikarkeppninni í dag en Manchester City eru í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Notts County í 18. sæti ensku 1. deildarinnar.



Leikmenn Notts County byrjuðu leikinn vel en það voru þeir sem fengu fyrsta færi leiksins.



Eftir um tuttugu mínútna leik átti Karl Hawley, leikmaður Notts County, virkilega gott skot í innanverða stöngina.  Heimamenn í Manchester City vöknuðu heldur betur til lífsins eftir stangarskotið og náðu föstum tökum á leiknum.



Reynsluboltinn Patrick Viera, leikmaður Manchester City,  skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið, en markið kom eftir hornspyrnu frá David Silva.

Patrick Viera var síðan aftur á ferðinni á 58. mínútu þegar hann skoraði aftur með skalla eftir hornspyrnu frá Aleksandar Kolarov. Þessi margreyndi Frakki sýndi það í dag að hann hefur engu gleymt og er að reynast virkilega mikilvægur fyrir Manchesterliðið.



Varamaðurinn Carlos Tevez skoraði þriðja mark heimamanna fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Tevez lék sérlega vel á markmann Notts County og skorað í autt markið.



Manchester City skoraði fjórða mark  leiksins á 90. mínútu leiksins þegar Edin Dzeko skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Carlos Tevez.



Manchester City innsiglaði síðan virkilega þægilegan sigur á fyrstu mínútu uppbótartímans en það var enginn annar en Micah Richards sem skoraði fimmta mark City með laglegu skoti inn í vítateignum.



Manchester City eru því komnir áfram í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir að hafa keyrt yfir Notts County 5-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×