Enski boltinn

Manchester United gæti fengið Arsenal í 8-liða úrslitum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney og Laurent Koscielny berjast hér í leik liðanna. Mynd : Getty Images
Rooney og Laurent Koscielny berjast hér í leik liðanna. Mynd : Getty Images
Það má búast við fróðlegum viðureignum í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir bikardráttinn sem fór fram rétt í þessu.

Manchester United mættir sigurvegaranum úr viðureign Leyton Orient og Arsenal en þar verður að teljast líklegt að Arsenal fari með sigur af hólmi, leikurinn fer fram síðar í dag.

Birmingham fær annað hvort Fulham eða Bolton í heimsókn og Stoke City tekur á móti West Ham eða Burnley.



Hér má sjá dráttinn í heild sinni:

Birmingham – Fulham / Bolton

Manchester United / Leyton Orient /Arsenal

Stoke City – West Ham / Burnley

Machester City / Aston Villa – Everton / Reading






Fleiri fréttir

Sjá meira


×