Enski boltinn

James dreymir enn um landsliðssæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David James í leik með Bristol City.
David James í leik með Bristol City. Nordic Photos / Getty Images
David James, markvörður Bristol City, hefur ekki gefið upp vonina að spila aftur með enska landsliðinu.

James spilaði síðast með landsliðinu á HM í Suður-Afríku í sumar og leikur nú í ensku B-deildinni. Hann er orðinn fertugur og þar sem næsta stórmót verður ekki fyrr en á næsta ári er virðist ólíkelgt að James fái ósk sína uppfyllta.

„Ég lifi enn í voninni. Ég er enn hungraður í árangur,“ sagði hann í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég er einnig að velta fyrir mér að fara út í þjálfun og vil ég afla mér þjálfaramenntunnar þegar leikmannaferlinum lýkur.“

„En það er allt í framtíðinni. Í dag einbeiti ég mér að því að spila.“

James á að baki 850 leiki með félagsliðum og hefur það ekki í hyggju að leggja hanskana á hilluna á næstunni.

„Ég vil spila eins lengi og ég mögulega get og líkaminn leyfir. Ég sé ekki ástæðu til að hætta ef ég er að spila vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×