Fleiri fréttir Hann ætlar að ná úr mér geðveikinni Sænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sigurður Jónsson, þjálfari toppliðs Djurgarden, njóti nú aðstoðar íþróttasálfræðings til að "ná úr sér geðveikinni" eins og hann orðar það sjálfur. Sigurður hefur verið gagnrýndur nokkuð af dómurum og meðspilurum fyrir skapsmuni sína og ætlar að reyna að vinna bót á því. 15.9.2007 13:13 Þriðji 1-0 sigur United í röð Manchester United gerði góða ferð til Liverpool í dag þar sem liðið vann 1-0 baráttusigur á Everton. Það var varnarmaðurinn Nemanja Vidic sem skoraði sigurmark gestanna átta mínútum fyrir leikslok, en United missti Mikael Silvestre meiddan af velli í fyrri hálfleik. Þetta var þriðji 1-0 sigur United í röð í deildinni. 15.9.2007 12:57 Torres grátbað um níuna Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool hefur upplýst að hann hafi grátbeðið um að fá að spila í treyju númer níu hjá liðinu eftir að ljóst varð að Robbie Fowler væri á leið frá félaginu í sumar. Hann fetar þar með í fótspor goðsagna eins og Ian Rush sem spilað hafa í treyju númer níu hjá félaginu. 15.9.2007 12:44 Tilrþif Tiger Woods skiluðu honum á toppinn Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang. 15.9.2007 12:39 Wenger: Ég á það til að missa það Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann geti ekki alltaf haft fulla stjórn á sér þegar lið hans tapar leikjum en bendir á að þeir sem eigi auðvelt með að taka tapi ættu sennilega að finna sér aðra vinnu en að stýra liðum í úrvalsdeildinni. 15.9.2007 12:22 Spáð í spilin - Chelsea - Blackburn Chelsea tapaði 2-0 fyrir Aston Villa í síðustu umferð en liðið þarf þó ekki að örvænta ef marka má söguna, því Chelsea hefur ekki tapað tvisvar í röð í 43 leikjum. Það var á þarsíðasta tímabili þegar liðið lá fyrir Blackburn úti og Newcastle heima. 15.9.2007 12:15 Eriksson: Heimskulegt hjá Ireland Sven-Göran Eriksson var ekki hrifinn þegar hann heyrði af framkomu miðjumannsins Stephen Ireland í landsleikjavikunni. Ireland laug því að ömmur hans hefðu dáið til að sleppa við landsleik gegn Slóvakíu, en málaði sig út í horn og viðurkenndi allt í gær. 15.9.2007 12:14 Alonso ætlar ekki að yfirgefa McLaren Umboðsmaður heimsmeistarans Fernando Alonso hjá McLaren í Formúlu 1 vísar því á bug að skjólstæðingur hans ætli sér að yfirgefa herbúðir liðsins eins og talað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Hann neitar því þó ekki að Alonso sé óánægður með stöðu mála hjá liðinu. 15.9.2007 12:02 Ronaldo lofar að halda haus Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist hafa lofað stjóra sínum að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur á leikvellinum í framtíðinni. Ronaldo snýr aftur úr þriggja leikja banni í dag sem hann fékk fyrir að skalla til Richard Hughes hjá Portsmouth á dögunum. 15.9.2007 11:39 Spáð í spilin - West Ham - Middlesbrough Þessi lið eru á svipuðum slóðum um miðja deild en hafa bæði náð í sjö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjum sínum. Lundúnaliðið hefur fengið fæst gul spjöld allra liða í deildinni til þessa (4), á meðan Boro er grófasta liðið til þessa ef tekið er mið af spjöldum með 16 áminningar. 15.9.2007 11:30 Spáð í spilin - Birmingham - Bolton Hér er á ferðinni slagur tveggja af fimm neðstu liðunum í úrvalsdeildinni, en bæði eru þau á höttunum eftir öðrum sigri sínum á leiktíðinni. Birmingham hefur enn ekki náð að vinna á heimavelli og Bolton ekki á útivelli. 15.9.2007 10:15 Spáð í spilin - Wigan - Fulham Þessi lið eru með 100% árangur á ólíkum vígstöðvum það sem af er deildarkeppninni. Wigan hefur unnið alla heimaleiki sína til þessa á meðan Fulham hefur tapað öllum sínum á útivelli. Fulham hefur spilað flesta útileiki í röð í úrvalsdeildinni án þess að ná í sigur - 19 talsins. Þar af hefur liðið tapað sex útileikjum í röð. 15.9.2007 08:30 Spáð í spilin - Sunderland - Reading Hér er á ferðinni botnslagur af bestu gerð þar sem lið með nákvæmlega sama árangur mætast, en bæði hafa unniði einn, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Sunderland hefur skorað einu marki meira en Reading. Sunderland hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar og hefur ekki skorað mark í þessum fjórum leikjum. 15.9.2007 06:45 Spáð í spilin - Tottenham - Arsenal Í dag há þessi lið 141. grannaslag sinn í deildinni og þann 31. síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Tottenham leitast við að ná sínum 50. sigri gegn grönnum sínum í 156. leik liðanna. Arsenal hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í deildinni til þessa á meðan Tottenham hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. 15.9.2007 05:15 Spáð í spilin - Portsmouth - Liverpool Liverpool er hér að sigla inn í helgarumferð á toppi úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í fimm ár og þar með í fyrsta sinn undir stjórn Rafa Benitez. Liðið getur unnið þrjá deildarleiki í röð með sigri en það hefur ekki gerst í 17 leiki hjá liðinu. 15.9.2007 04:00 Spáð í spilin - Everton - Man Utd Sigurvegarinn í þessum grannaslag í norð-vestrinu mun fara á toppinn í úrvalsdeildinni í að minnsta kosti 45 mínútur. Everton þarf aðeins stig til að komast á toppinn og ef liðið gerir jafntefli verður það 1000. jafntefli Everton-liðsins í efstu deild. Liðið hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni til þessa en Manchester United hefur hinsvegar ekki unnið á útivelli enn sem komið er. 15.9.2007 00:37 Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Chelsea hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er leiks gegn Blackburn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, en þó hefur ekkert mark komið í leikinn á fyrstu 45 mínútum leiksins. Það var Michael Essien sem átti líklega besta færi Chelsea til þessa en Brad Friedel varði langskot hans meistaralega. 15.9.2007 17:05 Tottenham yfir í hálfleik gegn Arsenal Tottenham hefur yfir 1-0 gegn grönnum sínum í Arsenal þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal. Það var velski landsliðsmaðurinn ungi Gareth Bale sem skoraði mark Tottenham beint úr aukaspyrnu. Arsenal hefur fengið nokkur góð færi í leiknum en gestirnir hafa ekki haft heppnina með sér til þessa. 15.9.2007 13:21 Jafnt á Goodison Park í hálfleik Staðan í leik Everton og Manchester United er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Goodison Park. Leikurinn hefur ekki verið sérlega skemmtilegur en United-liðið missti varnarmanninn Mikael Silvestre af velli meiddan á hné. Það var Nani sem tók stöðu hans í liðinu. 15.9.2007 11:51 Spenna á Spáni Litháen og Grikkland komust í kvöld í undanúrslitin á Evrópumótinu í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins en með þeim lauk átta liða úrslitum keppninnar. 14.9.2007 22:30 Útisigrar hjá Haukum og Stjörnunni Keppni í N1-deildinni í handbolta karla þetta tímabilið hófst í kvöld með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals biðu ósigur á heimavelli sínum gegn Haukum úr Hafnarfirði. Þá vann Stjarnan nauman sigur á HK. 14.9.2007 21:50 Alves var næstum farinn til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves segir að leikmaðurinn hafi næstum verið genginn í raðir Chelsea í síðasta mánuði. Alves leikur með Sevilla á Spáni en félagið var nánast búið að komast að samkomulagi við enska stórliðið um sölu á Alves. 14.9.2007 20:30 Tekur Costacurta við QPR? Ef Flavio Briatore og Bernie Ecclestone eignast meirihlutann í Queens Park Rangers gæti farið svo að Alessandro Costacurta taki við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hann er nú í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá AC Milan. 14.9.2007 20:00 Tindastóll upp í 2. deild Tindastóll frá Sauðárkróki leikur í 2. deild að ári. Liðið tapaði á útivelli fyrir BÍ/Bolungarvík í dag í seinni úrslitaleik um að komast upp úr 3. deild. Leikurinn fór 2-1 en þar sem Tindastóll vann heimaleikinn 3-0 kemst liðið upp. 14.9.2007 19:30 Gillespie biðst afsökunar Keith Gillespie hefur beðist opinberlega afsökunar á að hafa lent í slagsmálum við liðsfélaga sinn hér á Íslandi. Atvikið gerðist eftir landsleik Íslands og Norður-Írlands á miðvikudaginn þegar leikmenn norður-írska liðsins voru á leið heim. 14.9.2007 19:00 Cahill: Everton frekar en Ástralía Tim Cahill segist taka Everton framyfir ástralska landsliðið. Honum líkar lífið vel á Goodison Park og segist aldrei hafa hugsað út í það að yfirgefa liðið. Hann er þessa stundina að vinna í því að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu. 14.9.2007 18:30 Heskey: Ég á heima í byrjunarliðinu Emile Heskey segir að hann eigi skilið að halda sæti sínu í byrjunarliði enska landsliðsins eftir frammistöðu sína í síðustu tveimur leikjum í undankeppni EM. 14.9.2007 18:00 City vann tvöfalt fyrir ágúst Micah Richards, hinn nautsterki varnarmaður Manchester City, hefur fengið verðlaun fyrir að vera leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Sven Göran-Eriksson var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins. 14.9.2007 17:25 Svona er að semja við djöfulinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. 14.9.2007 16:34 Eiður Smári: Hef enn ekki sýnt hvað í mér býr Eiður Smári Guðjohnsen segir það aldrei hafa komið til greina fyrir sig að fara frá Barcelona fyrir lokun félagaskiptagluggans og segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig hjá félaginu. 14.9.2007 15:59 Laug báðar ömmur sínar í gröfina Miðjumaðurinn Stephen Ireland hjá Manchester City og írska landsliðinu hefur beðist auðmjúklega afsökunar á að hafa dregið þjóð sína og knattspyrnufélag á asnaeyrunum svo dögum skipti í vikunni. Ireland laug því að báðar ömmur hans væru dauðar til að sleppa frá Slóvakíu þar sem hann var með landsliðinu. 14.9.2007 15:26 Ásgeirs minnst í næstu umferð Einnar mínútu þögn verður fyrir alla leiki helgarinnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu til minningar um Ásgeir Elíasson, fyrrum landsliðsþjálfara, sem lést á sunnudaginn. Mínútu þögn til minningar um Ásgeir var einnig á leikjunum í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi - líkt og á landsleik Íslendinga og Norður-Íra á dögunum. 14.9.2007 15:15 Mourinho: Drogba og Lampard verða ekki með Jose Mourinho, stjóri Chelsea, staðfesti í samtali við Sky-fréttastofuna í dag að þeir Frank Lampard og Didier Drogba yrðu ekki í leikmannahópi Chelsea í leiknum gegn Blackburn á morgun. "Þeir verða vonandi orðnir klárir í næstu viku," sagði stjórinn. 14.9.2007 14:57 Ballack verður ekki seldur í janúar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Chelsea, segir útilokað að miðjumaðurinn Michael Ballack verði seldur frá félaginu í janúar. Mikið hefur verið slúðrað um framtíð Þjóðverjans í herbúðum Chelsea að undanförnu, en Kenyon hefur nú bundið enda á þann orðróm. 14.9.2007 14:50 Nelson verður áfram með Warriors Hinn þrautreyndi þjálfari Don Nelson hefur nú loksins náð samkomulagi við Golden State Warriors um að stýra því að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Fjölmiðlar í Kaliforníu greindu frá því í dag að Nelson fái umtalsverða launahækkun á síðustu tveimur árunum af gamla samningnum. 14.9.2007 14:43 Raikkönen leggur línurnar á Spa Kimi Raikkönen náði besta tíma allra á fyrstu æfingunum fyrir Spa kappaksturinn í Formúlu 1 í morgun. Ferrari-menn eru því vel stemmdir fyrir keppnina í skugga áfallsins sem McLaren liðið varð fyrir í gær, en þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso héldu þó haus og náðu öðrum og þriðja besta tímanum í Belgíu í morgun. 14.9.2007 13:28 Reina: Liverpool verður meistari Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool segir 18 ára bið stuðningsmanna Liverpool brátt á enda og segir liðið í ár nógu sterkt til að vinna enska meistaratitilinn. Liverpool hefur byrjað deildina mjög vel í haust og útlit fyrir að hópur liðsins sé sá sterkasti í háa herrans tíð. 14.9.2007 12:37 Harris framlengir við Dallas Leikstjórnandinn Devin Harris hjá Dallas Mavericks hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagð og fær í laun um 42 dollara á samningstímanum eða um 2,7 milljarða króna. Harris er 24 ára gamall og hefur með þessu verið ráðinn sem leikstjórnandi framtíðarinnar hjá Dallas. Hann skoraði rúm 10 stig að meðaltali í leik með Dallas á síðustu leiktíð. 14.9.2007 12:30 Drogba enn tæpur vegna hnémeiðsla Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea er enn nokkuð tæpur í leik liðsins gegn Blackburn á morgun vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa fyrir hálfum mánuði. Hann hefur enn ekki náð sér að fullu þrátt fyrir að hafa fengið frí frá landsliðinu í vikunni og er enn í endurhæfingu. 14.9.2007 12:26 Rooney kominn í hóp United á ný Framherjinn Wayne Rooney er kominn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fótbrot sem hann hlaut í opnunarleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða hlutverk hinn 21 árs gamli markaskorari fær í leiknum, en trúlega verður hann á varamannabekknum til að byrja með. Þá kemur Cristiano Ronaldo aftur inn í hóp liðsins eftir leikbann. 14.9.2007 12:21 Hughes: Fínt að mæta Chelsea núna Mark Hughes, stjóri Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, segir fínt að mæta Chelsea á þessum tímapunkti í deildinni. Liðin eigast við á Stamford Bridge á morgun þar sem Chelsea hefur ekki tapað í 65 heimaleikjum í röð, sem er met. 14.9.2007 10:02 Houllier ráðinn tæknistjóri Frakka Fyrrum Liverpool-stjórinn Gerard Houllier hefur verið ráðinn tæknistjóri franska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta segja franskir fjölmiðlar í dag. Houllier hætti hjá meisturum Lyon í lok síðasta tímabils eftir að hafa leitt liðið til sjötta meistaratitilsins í röð. Hann var áður tæknistjóri hjá landsliðinu á árunum 1989 til 1998. 14.9.2007 09:29 Curbishley tekur undir með Benitez Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, tekur undir með Rafa Benitez hjá Liverpool og skoðanir hans á álagi á leikmenn í kring um landsleikjahlé. Hann segist alveg geta hugsað sér að fá tíma fram á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir deildarleiki eftir að landsliðin spila á miðvikudagskvöldum. 14.9.2007 09:22 Almunia ver mark Arsenal áfram Manuel Almunia mun verja mark Arsenal á laugardaginn þegar lðið heimsækir erkifjendur sína í Tottenham á White Hart Lane. Arsene Wenger knattspyrnustjóri hefur staðfest þetta og segir að Jens Lehmann sé farinn að finna aftur til í olnboganum sem hefur haldið honum út úr liðinu í síðustu fjórum leikjum. 14.9.2007 09:18 Coppell: Of snemmt að örvænta Steve Coppell, stjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, segir sína menn ekki vera farna að örvænta þó liðið hafi aðeins fengið fjögur stig út úr fyrstu fimm leikjunum í deildinni. Reading er sem stendur á fallsvæðinu, en hefur reyndar átt mjög erfiða leiki í byrjun tímabils. 14.9.2007 09:09 Sjá næstu 50 fréttir
Hann ætlar að ná úr mér geðveikinni Sænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sigurður Jónsson, þjálfari toppliðs Djurgarden, njóti nú aðstoðar íþróttasálfræðings til að "ná úr sér geðveikinni" eins og hann orðar það sjálfur. Sigurður hefur verið gagnrýndur nokkuð af dómurum og meðspilurum fyrir skapsmuni sína og ætlar að reyna að vinna bót á því. 15.9.2007 13:13
Þriðji 1-0 sigur United í röð Manchester United gerði góða ferð til Liverpool í dag þar sem liðið vann 1-0 baráttusigur á Everton. Það var varnarmaðurinn Nemanja Vidic sem skoraði sigurmark gestanna átta mínútum fyrir leikslok, en United missti Mikael Silvestre meiddan af velli í fyrri hálfleik. Þetta var þriðji 1-0 sigur United í röð í deildinni. 15.9.2007 12:57
Torres grátbað um níuna Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool hefur upplýst að hann hafi grátbeðið um að fá að spila í treyju númer níu hjá liðinu eftir að ljóst varð að Robbie Fowler væri á leið frá félaginu í sumar. Hann fetar þar með í fótspor goðsagna eins og Ian Rush sem spilað hafa í treyju númer níu hjá félaginu. 15.9.2007 12:44
Tilrþif Tiger Woods skiluðu honum á toppinn Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang. 15.9.2007 12:39
Wenger: Ég á það til að missa það Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann geti ekki alltaf haft fulla stjórn á sér þegar lið hans tapar leikjum en bendir á að þeir sem eigi auðvelt með að taka tapi ættu sennilega að finna sér aðra vinnu en að stýra liðum í úrvalsdeildinni. 15.9.2007 12:22
Spáð í spilin - Chelsea - Blackburn Chelsea tapaði 2-0 fyrir Aston Villa í síðustu umferð en liðið þarf þó ekki að örvænta ef marka má söguna, því Chelsea hefur ekki tapað tvisvar í röð í 43 leikjum. Það var á þarsíðasta tímabili þegar liðið lá fyrir Blackburn úti og Newcastle heima. 15.9.2007 12:15
Eriksson: Heimskulegt hjá Ireland Sven-Göran Eriksson var ekki hrifinn þegar hann heyrði af framkomu miðjumannsins Stephen Ireland í landsleikjavikunni. Ireland laug því að ömmur hans hefðu dáið til að sleppa við landsleik gegn Slóvakíu, en málaði sig út í horn og viðurkenndi allt í gær. 15.9.2007 12:14
Alonso ætlar ekki að yfirgefa McLaren Umboðsmaður heimsmeistarans Fernando Alonso hjá McLaren í Formúlu 1 vísar því á bug að skjólstæðingur hans ætli sér að yfirgefa herbúðir liðsins eins og talað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Hann neitar því þó ekki að Alonso sé óánægður með stöðu mála hjá liðinu. 15.9.2007 12:02
Ronaldo lofar að halda haus Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist hafa lofað stjóra sínum að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur á leikvellinum í framtíðinni. Ronaldo snýr aftur úr þriggja leikja banni í dag sem hann fékk fyrir að skalla til Richard Hughes hjá Portsmouth á dögunum. 15.9.2007 11:39
Spáð í spilin - West Ham - Middlesbrough Þessi lið eru á svipuðum slóðum um miðja deild en hafa bæði náð í sjö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjum sínum. Lundúnaliðið hefur fengið fæst gul spjöld allra liða í deildinni til þessa (4), á meðan Boro er grófasta liðið til þessa ef tekið er mið af spjöldum með 16 áminningar. 15.9.2007 11:30
Spáð í spilin - Birmingham - Bolton Hér er á ferðinni slagur tveggja af fimm neðstu liðunum í úrvalsdeildinni, en bæði eru þau á höttunum eftir öðrum sigri sínum á leiktíðinni. Birmingham hefur enn ekki náð að vinna á heimavelli og Bolton ekki á útivelli. 15.9.2007 10:15
Spáð í spilin - Wigan - Fulham Þessi lið eru með 100% árangur á ólíkum vígstöðvum það sem af er deildarkeppninni. Wigan hefur unnið alla heimaleiki sína til þessa á meðan Fulham hefur tapað öllum sínum á útivelli. Fulham hefur spilað flesta útileiki í röð í úrvalsdeildinni án þess að ná í sigur - 19 talsins. Þar af hefur liðið tapað sex útileikjum í röð. 15.9.2007 08:30
Spáð í spilin - Sunderland - Reading Hér er á ferðinni botnslagur af bestu gerð þar sem lið með nákvæmlega sama árangur mætast, en bæði hafa unniði einn, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Sunderland hefur skorað einu marki meira en Reading. Sunderland hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar og hefur ekki skorað mark í þessum fjórum leikjum. 15.9.2007 06:45
Spáð í spilin - Tottenham - Arsenal Í dag há þessi lið 141. grannaslag sinn í deildinni og þann 31. síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Tottenham leitast við að ná sínum 50. sigri gegn grönnum sínum í 156. leik liðanna. Arsenal hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í deildinni til þessa á meðan Tottenham hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. 15.9.2007 05:15
Spáð í spilin - Portsmouth - Liverpool Liverpool er hér að sigla inn í helgarumferð á toppi úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í fimm ár og þar með í fyrsta sinn undir stjórn Rafa Benitez. Liðið getur unnið þrjá deildarleiki í röð með sigri en það hefur ekki gerst í 17 leiki hjá liðinu. 15.9.2007 04:00
Spáð í spilin - Everton - Man Utd Sigurvegarinn í þessum grannaslag í norð-vestrinu mun fara á toppinn í úrvalsdeildinni í að minnsta kosti 45 mínútur. Everton þarf aðeins stig til að komast á toppinn og ef liðið gerir jafntefli verður það 1000. jafntefli Everton-liðsins í efstu deild. Liðið hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni til þessa en Manchester United hefur hinsvegar ekki unnið á útivelli enn sem komið er. 15.9.2007 00:37
Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Chelsea hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er leiks gegn Blackburn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, en þó hefur ekkert mark komið í leikinn á fyrstu 45 mínútum leiksins. Það var Michael Essien sem átti líklega besta færi Chelsea til þessa en Brad Friedel varði langskot hans meistaralega. 15.9.2007 17:05
Tottenham yfir í hálfleik gegn Arsenal Tottenham hefur yfir 1-0 gegn grönnum sínum í Arsenal þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal. Það var velski landsliðsmaðurinn ungi Gareth Bale sem skoraði mark Tottenham beint úr aukaspyrnu. Arsenal hefur fengið nokkur góð færi í leiknum en gestirnir hafa ekki haft heppnina með sér til þessa. 15.9.2007 13:21
Jafnt á Goodison Park í hálfleik Staðan í leik Everton og Manchester United er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Goodison Park. Leikurinn hefur ekki verið sérlega skemmtilegur en United-liðið missti varnarmanninn Mikael Silvestre af velli meiddan á hné. Það var Nani sem tók stöðu hans í liðinu. 15.9.2007 11:51
Spenna á Spáni Litháen og Grikkland komust í kvöld í undanúrslitin á Evrópumótinu í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins en með þeim lauk átta liða úrslitum keppninnar. 14.9.2007 22:30
Útisigrar hjá Haukum og Stjörnunni Keppni í N1-deildinni í handbolta karla þetta tímabilið hófst í kvöld með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals biðu ósigur á heimavelli sínum gegn Haukum úr Hafnarfirði. Þá vann Stjarnan nauman sigur á HK. 14.9.2007 21:50
Alves var næstum farinn til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves segir að leikmaðurinn hafi næstum verið genginn í raðir Chelsea í síðasta mánuði. Alves leikur með Sevilla á Spáni en félagið var nánast búið að komast að samkomulagi við enska stórliðið um sölu á Alves. 14.9.2007 20:30
Tekur Costacurta við QPR? Ef Flavio Briatore og Bernie Ecclestone eignast meirihlutann í Queens Park Rangers gæti farið svo að Alessandro Costacurta taki við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hann er nú í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá AC Milan. 14.9.2007 20:00
Tindastóll upp í 2. deild Tindastóll frá Sauðárkróki leikur í 2. deild að ári. Liðið tapaði á útivelli fyrir BÍ/Bolungarvík í dag í seinni úrslitaleik um að komast upp úr 3. deild. Leikurinn fór 2-1 en þar sem Tindastóll vann heimaleikinn 3-0 kemst liðið upp. 14.9.2007 19:30
Gillespie biðst afsökunar Keith Gillespie hefur beðist opinberlega afsökunar á að hafa lent í slagsmálum við liðsfélaga sinn hér á Íslandi. Atvikið gerðist eftir landsleik Íslands og Norður-Írlands á miðvikudaginn þegar leikmenn norður-írska liðsins voru á leið heim. 14.9.2007 19:00
Cahill: Everton frekar en Ástralía Tim Cahill segist taka Everton framyfir ástralska landsliðið. Honum líkar lífið vel á Goodison Park og segist aldrei hafa hugsað út í það að yfirgefa liðið. Hann er þessa stundina að vinna í því að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu. 14.9.2007 18:30
Heskey: Ég á heima í byrjunarliðinu Emile Heskey segir að hann eigi skilið að halda sæti sínu í byrjunarliði enska landsliðsins eftir frammistöðu sína í síðustu tveimur leikjum í undankeppni EM. 14.9.2007 18:00
City vann tvöfalt fyrir ágúst Micah Richards, hinn nautsterki varnarmaður Manchester City, hefur fengið verðlaun fyrir að vera leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Sven Göran-Eriksson var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins. 14.9.2007 17:25
Svona er að semja við djöfulinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. 14.9.2007 16:34
Eiður Smári: Hef enn ekki sýnt hvað í mér býr Eiður Smári Guðjohnsen segir það aldrei hafa komið til greina fyrir sig að fara frá Barcelona fyrir lokun félagaskiptagluggans og segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig hjá félaginu. 14.9.2007 15:59
Laug báðar ömmur sínar í gröfina Miðjumaðurinn Stephen Ireland hjá Manchester City og írska landsliðinu hefur beðist auðmjúklega afsökunar á að hafa dregið þjóð sína og knattspyrnufélag á asnaeyrunum svo dögum skipti í vikunni. Ireland laug því að báðar ömmur hans væru dauðar til að sleppa frá Slóvakíu þar sem hann var með landsliðinu. 14.9.2007 15:26
Ásgeirs minnst í næstu umferð Einnar mínútu þögn verður fyrir alla leiki helgarinnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu til minningar um Ásgeir Elíasson, fyrrum landsliðsþjálfara, sem lést á sunnudaginn. Mínútu þögn til minningar um Ásgeir var einnig á leikjunum í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi - líkt og á landsleik Íslendinga og Norður-Íra á dögunum. 14.9.2007 15:15
Mourinho: Drogba og Lampard verða ekki með Jose Mourinho, stjóri Chelsea, staðfesti í samtali við Sky-fréttastofuna í dag að þeir Frank Lampard og Didier Drogba yrðu ekki í leikmannahópi Chelsea í leiknum gegn Blackburn á morgun. "Þeir verða vonandi orðnir klárir í næstu viku," sagði stjórinn. 14.9.2007 14:57
Ballack verður ekki seldur í janúar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Chelsea, segir útilokað að miðjumaðurinn Michael Ballack verði seldur frá félaginu í janúar. Mikið hefur verið slúðrað um framtíð Þjóðverjans í herbúðum Chelsea að undanförnu, en Kenyon hefur nú bundið enda á þann orðróm. 14.9.2007 14:50
Nelson verður áfram með Warriors Hinn þrautreyndi þjálfari Don Nelson hefur nú loksins náð samkomulagi við Golden State Warriors um að stýra því að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Fjölmiðlar í Kaliforníu greindu frá því í dag að Nelson fái umtalsverða launahækkun á síðustu tveimur árunum af gamla samningnum. 14.9.2007 14:43
Raikkönen leggur línurnar á Spa Kimi Raikkönen náði besta tíma allra á fyrstu æfingunum fyrir Spa kappaksturinn í Formúlu 1 í morgun. Ferrari-menn eru því vel stemmdir fyrir keppnina í skugga áfallsins sem McLaren liðið varð fyrir í gær, en þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso héldu þó haus og náðu öðrum og þriðja besta tímanum í Belgíu í morgun. 14.9.2007 13:28
Reina: Liverpool verður meistari Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool segir 18 ára bið stuðningsmanna Liverpool brátt á enda og segir liðið í ár nógu sterkt til að vinna enska meistaratitilinn. Liverpool hefur byrjað deildina mjög vel í haust og útlit fyrir að hópur liðsins sé sá sterkasti í háa herrans tíð. 14.9.2007 12:37
Harris framlengir við Dallas Leikstjórnandinn Devin Harris hjá Dallas Mavericks hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagð og fær í laun um 42 dollara á samningstímanum eða um 2,7 milljarða króna. Harris er 24 ára gamall og hefur með þessu verið ráðinn sem leikstjórnandi framtíðarinnar hjá Dallas. Hann skoraði rúm 10 stig að meðaltali í leik með Dallas á síðustu leiktíð. 14.9.2007 12:30
Drogba enn tæpur vegna hnémeiðsla Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea er enn nokkuð tæpur í leik liðsins gegn Blackburn á morgun vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa fyrir hálfum mánuði. Hann hefur enn ekki náð sér að fullu þrátt fyrir að hafa fengið frí frá landsliðinu í vikunni og er enn í endurhæfingu. 14.9.2007 12:26
Rooney kominn í hóp United á ný Framherjinn Wayne Rooney er kominn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fótbrot sem hann hlaut í opnunarleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða hlutverk hinn 21 árs gamli markaskorari fær í leiknum, en trúlega verður hann á varamannabekknum til að byrja með. Þá kemur Cristiano Ronaldo aftur inn í hóp liðsins eftir leikbann. 14.9.2007 12:21
Hughes: Fínt að mæta Chelsea núna Mark Hughes, stjóri Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, segir fínt að mæta Chelsea á þessum tímapunkti í deildinni. Liðin eigast við á Stamford Bridge á morgun þar sem Chelsea hefur ekki tapað í 65 heimaleikjum í röð, sem er met. 14.9.2007 10:02
Houllier ráðinn tæknistjóri Frakka Fyrrum Liverpool-stjórinn Gerard Houllier hefur verið ráðinn tæknistjóri franska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta segja franskir fjölmiðlar í dag. Houllier hætti hjá meisturum Lyon í lok síðasta tímabils eftir að hafa leitt liðið til sjötta meistaratitilsins í röð. Hann var áður tæknistjóri hjá landsliðinu á árunum 1989 til 1998. 14.9.2007 09:29
Curbishley tekur undir með Benitez Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, tekur undir með Rafa Benitez hjá Liverpool og skoðanir hans á álagi á leikmenn í kring um landsleikjahlé. Hann segist alveg geta hugsað sér að fá tíma fram á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir deildarleiki eftir að landsliðin spila á miðvikudagskvöldum. 14.9.2007 09:22
Almunia ver mark Arsenal áfram Manuel Almunia mun verja mark Arsenal á laugardaginn þegar lðið heimsækir erkifjendur sína í Tottenham á White Hart Lane. Arsene Wenger knattspyrnustjóri hefur staðfest þetta og segir að Jens Lehmann sé farinn að finna aftur til í olnboganum sem hefur haldið honum út úr liðinu í síðustu fjórum leikjum. 14.9.2007 09:18
Coppell: Of snemmt að örvænta Steve Coppell, stjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, segir sína menn ekki vera farna að örvænta þó liðið hafi aðeins fengið fjögur stig út úr fyrstu fimm leikjunum í deildinni. Reading er sem stendur á fallsvæðinu, en hefur reyndar átt mjög erfiða leiki í byrjun tímabils. 14.9.2007 09:09