Fleiri fréttir Lehmann eða Almunia? Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, veit ekki hvort Jens Lehmann eða Manuel Almunia sé aðalmarkvörður liðsins. Lehmann gerði tvö dýrkeypt mistök í upphafi leiktíðarinnar og Almunia fékk tækifæri í markinu. 13.9.2007 21:00 Þunnskipuð vörn Inter Roberto Mancini, þjálfari Inter, er í vandræðum fyrir leik liðsins gegn tyrknesku meisturunum í Fenerbache á miðvikudag. Um er að ræða fyrsta leik Inter í Meistaradeildinni en varnarlína liðsins er ansi þunnskipuð fyrir leikinn. 13.9.2007 20:30 Ákveðinn í að halda Jaaskelainen Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að framtíð finnska markvarðarins Jussi Jaaskelainen sé hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bolton. 13.9.2007 20:00 Kvennalið ÍR fallið Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í kvöld. Ljóst er að það verður ÍR sem fellur aftur niður í 1. deild eftir árs veru í efstu deild. Breiðholtsstelpur léku gegn Þór/KA á Akureyri og vann heimaliðið öruggan 5-1 sigur. 13.9.2007 19:30 Titillinn á leið á Hlíðarenda Valsstúlkur eiga Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki vísan eftir að hafa unnið KR 4-2 á útivelli í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um titilinn og var hann fjörugur og skemmtilegur. Ein umferð er eftir af Landsbankadeild kvenna 2007. 13.9.2007 19:00 Heskey svaraði gagnrýnendum Margir lýstu yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, að notast við sóknarmanninn Emile Heskey. Sjálfur hefur Heskey svarað gagnrýnendum á réttan hátt eða með frammistöðu sinni á vellinum. 13.9.2007 18:25 Laus úr viðjum spilafíknar Matthew Etherington, vængmaður West Ham, segist vera í skýjunum með að spilafíkn sín tilheyri nú fortíðinni. Etherington fór í meðferð vegna spilafíknar en henni er nú lokið og leikmaðurinn er farinn að finna sig á nýjan leik í búningi West Ham. 13.9.2007 18:10 McLaren fær háa sekt FIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta McLaren liðið í Formúlu-1 um hundrað milljónir dollara vegna njósnamálsins. Þá verða stig dregin af liðinu. Hinsvegar mun úrskurðurinn ekki hafa nein áhrif í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. 13.9.2007 17:58 Valur yfir í hálfleik Valsstúlkur eru með forystuna á KR-vellinum en þar er hálfleikur. Staðan er 2-1 en það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom Valsliðinu yfir. Valsstúlkur hafa verið mun betri í leiknum en um er að ræða úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. 13.9.2007 17:49 Megson tekinn við Leicester Gary Megson er nýr knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Leicester City. Megson er 48 ára og hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Nottingham Forest í febrúar í fyrra. 13.9.2007 17:35 Staðan 1-1 í Vesturbænum Staðan í toppslag KR og Vals í Landsbankadeild kvenna er 1-1 nú þegar 25 mínútur eru liðnar af leiknum. Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir en Katrín Jónsdóttir jafnaði fyrir Val. Þrír leikir hefjast klukkan 17:30. 13.9.2007 17:23 Carragher hugsanlega með gegn Portsmouth Varnarmaðurinn Jamie Carragher er vongóður um að hann nái að spila með Liverpool þegar liðið sækir Portsmouth heim í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Carragher hefur misst af tveimur leikjum með Liverpool eftir að hann fékk högg á rifbein. 13.9.2007 16:44 Brasilíumenn leita að eftirmanni Ronaldo Brasilíska landsliðið í knattspyrnu var ekki í vandræðum með að skora á æfingaferð sinni um Bandaríkin þar sem liðið skoraði sjö mörk í tveimur leikjum. Það er þó ljóst að eftirmaður Ronaldo er enn ekki fundinn. 13.9.2007 16:23 Fallegt sjálfsmark Sænska landsliðið í knattspyrnu fylgdist að sjálfssögðu vel með gangi mála í leik Íslands og Norður-Írlands í gær og kunna frændur okkar Svíar okkur bestu þakkir fyrir sigurinn. "Aftur getum við þakkað Íslendingum fyrir hagstæð úrslit," sagði Christina Wilhelmsson, landsliðsmaður Svía í samtali við fjölmiðla í heimalandinu. 13.9.2007 16:11 Healy jafnaði met á Laugardalsvelli Markahrókurinn David Healy hjá norður-írska landsliðinu jafnaði met í gær þegar hann skoraði sitt 12. mark í undankeppni EM úr vítaspyrnu á Laugardalsvellinum. Aðeins einn maður hefur áður náð að skora 12 mörk í undankeppni EM og Healy hefur nú þrjá leiki til að slá metið. 13.9.2007 15:50 Redknapp: Megum ekki láta Liverpool spila okkur í hel Harry Redknapp og lærisveinar hans í Portsmouth eiga erfiðan leik fyrir höndum um helgina þegar þeir taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth náði að leggja Liverpool síðast þegar liðin mættust á Fratton Park og Redknapp vill ólmur endurtaka leikinn. 13.9.2007 13:44 Schuster: Ballack er alltaf velkominn til Madrid Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að dyr sínar séu alltaf opnar fyrir landa sínum Michael Ballack. Hann segir að Chelsea og Real Madrid hafi átt viðræðu um leikmanninn í sumar, en viðurkennir að launakröfur hans myndu líklega sprengja bankann hjá spænska félaginu. 13.9.2007 13:38 Norður-Írar flugust á í flugvélinni á leið frá Íslandi Svo virðist sem tapið gegn Íslendingum í gær hafi farið illa í leikmenn norður-írska landsliðsins, en tveir þeirra flugust hatrammlega á í flugvélinni á leið frá Íslandi í gærkvöld. Félagar þeirra náðu að skakka leikinn en atvikið kom upp áður en flugvélin tók á loft frá Keflavík. 13.9.2007 13:13 Stefna á fyrsta sigurinn á Arsenal á öldinni Martin Jol og félagar í Tottenham mæta erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur ekki unnið granna sína síðan árið 1999 og lærisveinar Jol eru staðráðnir í að næla í fyrsta sigurinn á öldinni um helgina þó byrjun þeirra í deildinni hafi verið langt undir væntingum. 13.9.2007 12:17 Aragones fær að kenna á því Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, fékk það óþvegið enn eina ferðina frá spænskum fjölmiðlum í dag eftir að hans menn þóttu ekki sérlega sannfærandi í 2-0 sigri á Lettum. Aragones talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn og það gerði ekkert annað en að skvetta olíu á eldinn. 13.9.2007 12:05 Berbatov ómeiddur eftir samstuð Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov meiddist lítillega þegar hann lenti í samstuði í leik Búlgara við Lúxemburg í gær. Hann fékk skurð á munninn sem þó ætti ekki að verða til þess að hann missi af grannaslag Tottenham og Arsenal á laugardaginn. Berbatov skoraði tvívegis í leiknum í gær og er kominn í annað sæti yfir markahæstu leikmenn þjóðar sinnar ásamt Hristo Stoichkov með 37 mörk. 13.9.2007 12:01 Fyrsti sigur Brasilíu á Mexíkó í þrjú ár Brasilíumenn unnu í nótt langþráðan sigur á Mexíkóum 3-1 þegar þjóðirnar mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum. Tvö mörk á síðustu tíu mínútunum tryggðu Brössum sigurinn eftir að liðið hafði lent undir í leiknum. 13.9.2007 09:45 McLeish: Eitt besta kvöldið á knattspyrnuferlinum Alex McLeish, þjálfari Skota, segist afar stoltur af frammistöðu sinna manna í París í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Frakka 1-0 í undankeppni Evrópumótsins. Skotar eru nú öllum að óvörum í efsta sæti B-riðilsins og eiga góða möguleika á að slá Frökkum og Ítölum við. 13.9.2007 09:35 Worthington: Við verðum að vera jákvæðir Nigel Worthington neitar að leggja árar í bát þó hans menn Norður-Írar hafi tapað öðrum leiknum í röð í undankeppni EM í gær þegar liðið lá 2-1 fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum. Sjálfsmark Keith Gillespie réði þar úrslitum í blálokin. 13.9.2007 09:29 McClaren hrósar Michael Owen Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að hann hafi aldrei efast eitt augnablik um hæfileika framherjans Michael Owen eftir að hann skoraði tvö mörk í sigri Englendinga á Rússum í gær. Owen skoraði því þrjú mörk í landsleikjunum tveimur í vikunni, en McClaren var nokkuð gagnrýndur fyrir að setja hann beint í byrjunarliðið. 13.9.2007 09:23 Scolari á hálum ís Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgal í knattspyrnu, gæti átt fyir höfði sér refsingu eftir að hann lenti í rimmu við einn af leikmönnum Serba á landsleik þjóðanna í gærkvöld. Portúgalar þurftu að gera sér að góðu 1-1 jafntefli. Scolari er sakaður um að hafa kýlt til Ivica Dragutionvic í serbneska liðinu á hliðarlínunni og gæti átt fyir höfði sér leikbann og/eða sekt. 13.9.2007 09:19 Guðjón Valur með sex mörk í sigri Gummersbach Átta leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson 4 þegar lið þeirra Gummersbach lagði Wilhelmshavener 24-22 á útivelli. Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir heimamenn. 13.9.2007 09:06 Sjö mörk Vignis dugðu skammt Fyrsta umferðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta kláraðist í gær. Vignir Svavarsson og félagar í Skjern steinlágu heima fyrir Kolding 33-24 þar sem Vignir var markahæstur í liði heimamanna með 7 mörk. 13.9.2007 08:56 Þýskaland komst áfram Keppni í milliriðlum á Evrópumótinu í körfubolta er lokið og ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum. Lokaumferðin í milliriðli B fór fram í kvöld en Þjóðverjar náðu að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina með því að leggja Ítalíu 67-58. 13.9.2007 00:09 Tileinkum Ásgeiri sigurinn Eiður Smári Guðjohnsen sagði að sigur Íslands á Norður-Írlandi í gær hafi verið tileinkaður Ásgeiri Elíassyni sem lést á sunnudaginn síðastliðinn. Landsliðsmennirnir báru sorgarband af því tilefni í leiknum í gær. 13.9.2007 00:01 G-riðill: Nistelrooy kom Hollandi til bjargar Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark Hollands gegn Albaníu í blálok leiksins. Allt stefndi í markalaust jafntefli í Albaníu þegar Nistelrooy tryggði gestunum sigurinn. Nokkrum mínútum áður hafði leikmaður Albaníu fengið rauða spjaldið. 12.9.2007 23:44 Eiður Smári: Sigurinn tileinkaður Ásgeiri Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á bekknum gegn Norður-Írum en kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Hann var í baráttunni í teignum þegar Norður-Írar settu boltann í eigið mark á 89. mínútu leiksins. 12.9.2007 21:30 D-riðill: Tékkar lögðu Íra Marek Jankulovski skoraði eina mark Tékklands sem vann Írland 1-0 á heimavelli sínum í kvöld. Markið kom á fimmtándu mínútu leiksins. Eftir úrslit kvöldsins eru Þýskaland og Tékkland í góðri stöðu í D-riðlinum. 12.9.2007 23:34 C-riðill: Tyrkland vann mikilvægan sigur Það var boðið upp á stórskemmtilegan fyrri hálfleik í leik Noregs og Grikklands í C-riðlinum. Staðan var 2-2 í hálfleik en það urðu síðan lokatölur leiksins. Tyrkland vann Ungverjaland og jafnaði Noreg að stigum. 12.9.2007 23:16 F-riðill: Spánverjar jafnir Svíum Spánn vann 2-0 sigur á Lettlandi á heimavelli sínum í kvöld. Þar með komust Spánverjar upp að hlið Svía á toppi riðils okkar Íslendinga. Spánverjar og Svíar hafa nítján stig en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni. 12.9.2007 22:52 B-riðill: Di Natale hetja Ítalíu Antonio Di Natale var hetja ítalska landsliðsins sem vann 2-1 sigur á Úkraínu í kvöld. Hann skoraði bæði mörk liðsins en með sigrinum komst Ítalíu upp í annað sæti síns riðils eftir óvæntan sigur Skotlands á Frakklandi. 12.9.2007 22:35 A-riðill: Aftur fékk Portúgal mark á sig í lokin Portúgal náði ekki að nýta sér markalaust jafntefli Finna og Pólverja. Liðið hefði getað komist í annað sæti A-riðils með sigri á heimavelli gegn Serbíu. Gestirnir jöfnuðu hinsvegar á 86. mínútu. 12.9.2007 22:15 E-riðill: Owen með tvö í sigri Englands Michael Owen skoraði tvö mörk og Rio Ferdinand eitt þegar England vann mikilvægan 3-0 sigur gegn Rússlandi á heimavelli sínum. Englendingar eru í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Króatíu. 12.9.2007 21:57 Ragnar: Ljótur en sætur sigur Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að sigurinn hafi kannski ekki verið fallegur en þó mjög sætur. „Ég held að það sé hægt að segja að þetta hafi verið ljótur sigur," sagði Ragnar við Vísi eftir leikinn. 12.9.2007 21:13 Ármann Smári: Furðuleg tilfinning Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á byrjunarliði íslenska landsliðsins frá síðasta leik. Hinn stóri og stæðilegi Ármann Smári Björnsson kom inn í sóknina við hlið Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. 12.9.2007 21:03 Ísland vann Norður-Írland Ísland vann glæsilegan 2-1 sigur gegn Norður-Írlandi. Ármann Smári kom Íslandi yfir en gestirnir jöfnuðu. Sigurmarkið kom síðan á 89. mínútu en það var sjálfsmark gestana. 12.9.2007 19:45 Ármann Smári inn fyrir Jóhannes Búið er að tilkynna byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Norður-Írlandi nú klukkan 18:05 á Laugardalsvelli. Eyjólfur Sverrisson gerir eina breytingu á byrjunarliðinu, Ármann Smári Björnsson kemur inn fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson sem er í leikbanni. 12.9.2007 17:09 Vopnahlé hjá KSÍ og SÍ Knattspyrnusamband Íslands og Samtök Íþróttafréttamanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna aðstöðu íþróttaafréttamanna á Laugardalsvelli. Í yfirlýsingunni harmar KSÍ þá aðstöðu sem fréttamönnum var boðið upp á í landsleiknum gegn Spánverjum um helgina. 12.9.2007 15:41 Erfitt að segja hvaða íslenska liði við mætum Norður-Írski landsliðsmaðurinn Keith Gillespie segir sína menn ekki vita hverju þeir eiga von á þegar þeir kljást við Íslendinga í undankeppni EM á regnblautum Laugardalsvellinum í kvöld. 12.9.2007 15:24 Ronaldo verður klár eftir þrjár vikur Jose Luis Runco, læknir brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Ronaldo hjá AC Milan ætti að vera orðinn leikfær eftir þrjár vikur. Ronaldo er meiddur á læri en ítalskir fjölmiðlar óttuðust að læknirinn notaði ólögleg lyf til að koma leikmanninum á stað á ný. Runco vísar því alfarið á bug. 12.9.2007 15:09 Sjá næstu 50 fréttir
Lehmann eða Almunia? Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, veit ekki hvort Jens Lehmann eða Manuel Almunia sé aðalmarkvörður liðsins. Lehmann gerði tvö dýrkeypt mistök í upphafi leiktíðarinnar og Almunia fékk tækifæri í markinu. 13.9.2007 21:00
Þunnskipuð vörn Inter Roberto Mancini, þjálfari Inter, er í vandræðum fyrir leik liðsins gegn tyrknesku meisturunum í Fenerbache á miðvikudag. Um er að ræða fyrsta leik Inter í Meistaradeildinni en varnarlína liðsins er ansi þunnskipuð fyrir leikinn. 13.9.2007 20:30
Ákveðinn í að halda Jaaskelainen Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að framtíð finnska markvarðarins Jussi Jaaskelainen sé hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bolton. 13.9.2007 20:00
Kvennalið ÍR fallið Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í kvöld. Ljóst er að það verður ÍR sem fellur aftur niður í 1. deild eftir árs veru í efstu deild. Breiðholtsstelpur léku gegn Þór/KA á Akureyri og vann heimaliðið öruggan 5-1 sigur. 13.9.2007 19:30
Titillinn á leið á Hlíðarenda Valsstúlkur eiga Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki vísan eftir að hafa unnið KR 4-2 á útivelli í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um titilinn og var hann fjörugur og skemmtilegur. Ein umferð er eftir af Landsbankadeild kvenna 2007. 13.9.2007 19:00
Heskey svaraði gagnrýnendum Margir lýstu yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, að notast við sóknarmanninn Emile Heskey. Sjálfur hefur Heskey svarað gagnrýnendum á réttan hátt eða með frammistöðu sinni á vellinum. 13.9.2007 18:25
Laus úr viðjum spilafíknar Matthew Etherington, vængmaður West Ham, segist vera í skýjunum með að spilafíkn sín tilheyri nú fortíðinni. Etherington fór í meðferð vegna spilafíknar en henni er nú lokið og leikmaðurinn er farinn að finna sig á nýjan leik í búningi West Ham. 13.9.2007 18:10
McLaren fær háa sekt FIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta McLaren liðið í Formúlu-1 um hundrað milljónir dollara vegna njósnamálsins. Þá verða stig dregin af liðinu. Hinsvegar mun úrskurðurinn ekki hafa nein áhrif í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. 13.9.2007 17:58
Valur yfir í hálfleik Valsstúlkur eru með forystuna á KR-vellinum en þar er hálfleikur. Staðan er 2-1 en það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom Valsliðinu yfir. Valsstúlkur hafa verið mun betri í leiknum en um er að ræða úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. 13.9.2007 17:49
Megson tekinn við Leicester Gary Megson er nýr knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Leicester City. Megson er 48 ára og hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Nottingham Forest í febrúar í fyrra. 13.9.2007 17:35
Staðan 1-1 í Vesturbænum Staðan í toppslag KR og Vals í Landsbankadeild kvenna er 1-1 nú þegar 25 mínútur eru liðnar af leiknum. Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir en Katrín Jónsdóttir jafnaði fyrir Val. Þrír leikir hefjast klukkan 17:30. 13.9.2007 17:23
Carragher hugsanlega með gegn Portsmouth Varnarmaðurinn Jamie Carragher er vongóður um að hann nái að spila með Liverpool þegar liðið sækir Portsmouth heim í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Carragher hefur misst af tveimur leikjum með Liverpool eftir að hann fékk högg á rifbein. 13.9.2007 16:44
Brasilíumenn leita að eftirmanni Ronaldo Brasilíska landsliðið í knattspyrnu var ekki í vandræðum með að skora á æfingaferð sinni um Bandaríkin þar sem liðið skoraði sjö mörk í tveimur leikjum. Það er þó ljóst að eftirmaður Ronaldo er enn ekki fundinn. 13.9.2007 16:23
Fallegt sjálfsmark Sænska landsliðið í knattspyrnu fylgdist að sjálfssögðu vel með gangi mála í leik Íslands og Norður-Írlands í gær og kunna frændur okkar Svíar okkur bestu þakkir fyrir sigurinn. "Aftur getum við þakkað Íslendingum fyrir hagstæð úrslit," sagði Christina Wilhelmsson, landsliðsmaður Svía í samtali við fjölmiðla í heimalandinu. 13.9.2007 16:11
Healy jafnaði met á Laugardalsvelli Markahrókurinn David Healy hjá norður-írska landsliðinu jafnaði met í gær þegar hann skoraði sitt 12. mark í undankeppni EM úr vítaspyrnu á Laugardalsvellinum. Aðeins einn maður hefur áður náð að skora 12 mörk í undankeppni EM og Healy hefur nú þrjá leiki til að slá metið. 13.9.2007 15:50
Redknapp: Megum ekki láta Liverpool spila okkur í hel Harry Redknapp og lærisveinar hans í Portsmouth eiga erfiðan leik fyrir höndum um helgina þegar þeir taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth náði að leggja Liverpool síðast þegar liðin mættust á Fratton Park og Redknapp vill ólmur endurtaka leikinn. 13.9.2007 13:44
Schuster: Ballack er alltaf velkominn til Madrid Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að dyr sínar séu alltaf opnar fyrir landa sínum Michael Ballack. Hann segir að Chelsea og Real Madrid hafi átt viðræðu um leikmanninn í sumar, en viðurkennir að launakröfur hans myndu líklega sprengja bankann hjá spænska félaginu. 13.9.2007 13:38
Norður-Írar flugust á í flugvélinni á leið frá Íslandi Svo virðist sem tapið gegn Íslendingum í gær hafi farið illa í leikmenn norður-írska landsliðsins, en tveir þeirra flugust hatrammlega á í flugvélinni á leið frá Íslandi í gærkvöld. Félagar þeirra náðu að skakka leikinn en atvikið kom upp áður en flugvélin tók á loft frá Keflavík. 13.9.2007 13:13
Stefna á fyrsta sigurinn á Arsenal á öldinni Martin Jol og félagar í Tottenham mæta erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur ekki unnið granna sína síðan árið 1999 og lærisveinar Jol eru staðráðnir í að næla í fyrsta sigurinn á öldinni um helgina þó byrjun þeirra í deildinni hafi verið langt undir væntingum. 13.9.2007 12:17
Aragones fær að kenna á því Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, fékk það óþvegið enn eina ferðina frá spænskum fjölmiðlum í dag eftir að hans menn þóttu ekki sérlega sannfærandi í 2-0 sigri á Lettum. Aragones talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn og það gerði ekkert annað en að skvetta olíu á eldinn. 13.9.2007 12:05
Berbatov ómeiddur eftir samstuð Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov meiddist lítillega þegar hann lenti í samstuði í leik Búlgara við Lúxemburg í gær. Hann fékk skurð á munninn sem þó ætti ekki að verða til þess að hann missi af grannaslag Tottenham og Arsenal á laugardaginn. Berbatov skoraði tvívegis í leiknum í gær og er kominn í annað sæti yfir markahæstu leikmenn þjóðar sinnar ásamt Hristo Stoichkov með 37 mörk. 13.9.2007 12:01
Fyrsti sigur Brasilíu á Mexíkó í þrjú ár Brasilíumenn unnu í nótt langþráðan sigur á Mexíkóum 3-1 þegar þjóðirnar mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum. Tvö mörk á síðustu tíu mínútunum tryggðu Brössum sigurinn eftir að liðið hafði lent undir í leiknum. 13.9.2007 09:45
McLeish: Eitt besta kvöldið á knattspyrnuferlinum Alex McLeish, þjálfari Skota, segist afar stoltur af frammistöðu sinna manna í París í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Frakka 1-0 í undankeppni Evrópumótsins. Skotar eru nú öllum að óvörum í efsta sæti B-riðilsins og eiga góða möguleika á að slá Frökkum og Ítölum við. 13.9.2007 09:35
Worthington: Við verðum að vera jákvæðir Nigel Worthington neitar að leggja árar í bát þó hans menn Norður-Írar hafi tapað öðrum leiknum í röð í undankeppni EM í gær þegar liðið lá 2-1 fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum. Sjálfsmark Keith Gillespie réði þar úrslitum í blálokin. 13.9.2007 09:29
McClaren hrósar Michael Owen Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að hann hafi aldrei efast eitt augnablik um hæfileika framherjans Michael Owen eftir að hann skoraði tvö mörk í sigri Englendinga á Rússum í gær. Owen skoraði því þrjú mörk í landsleikjunum tveimur í vikunni, en McClaren var nokkuð gagnrýndur fyrir að setja hann beint í byrjunarliðið. 13.9.2007 09:23
Scolari á hálum ís Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgal í knattspyrnu, gæti átt fyir höfði sér refsingu eftir að hann lenti í rimmu við einn af leikmönnum Serba á landsleik þjóðanna í gærkvöld. Portúgalar þurftu að gera sér að góðu 1-1 jafntefli. Scolari er sakaður um að hafa kýlt til Ivica Dragutionvic í serbneska liðinu á hliðarlínunni og gæti átt fyir höfði sér leikbann og/eða sekt. 13.9.2007 09:19
Guðjón Valur með sex mörk í sigri Gummersbach Átta leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson 4 þegar lið þeirra Gummersbach lagði Wilhelmshavener 24-22 á útivelli. Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir heimamenn. 13.9.2007 09:06
Sjö mörk Vignis dugðu skammt Fyrsta umferðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta kláraðist í gær. Vignir Svavarsson og félagar í Skjern steinlágu heima fyrir Kolding 33-24 þar sem Vignir var markahæstur í liði heimamanna með 7 mörk. 13.9.2007 08:56
Þýskaland komst áfram Keppni í milliriðlum á Evrópumótinu í körfubolta er lokið og ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum. Lokaumferðin í milliriðli B fór fram í kvöld en Þjóðverjar náðu að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina með því að leggja Ítalíu 67-58. 13.9.2007 00:09
Tileinkum Ásgeiri sigurinn Eiður Smári Guðjohnsen sagði að sigur Íslands á Norður-Írlandi í gær hafi verið tileinkaður Ásgeiri Elíassyni sem lést á sunnudaginn síðastliðinn. Landsliðsmennirnir báru sorgarband af því tilefni í leiknum í gær. 13.9.2007 00:01
G-riðill: Nistelrooy kom Hollandi til bjargar Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark Hollands gegn Albaníu í blálok leiksins. Allt stefndi í markalaust jafntefli í Albaníu þegar Nistelrooy tryggði gestunum sigurinn. Nokkrum mínútum áður hafði leikmaður Albaníu fengið rauða spjaldið. 12.9.2007 23:44
Eiður Smári: Sigurinn tileinkaður Ásgeiri Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á bekknum gegn Norður-Írum en kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Hann var í baráttunni í teignum þegar Norður-Írar settu boltann í eigið mark á 89. mínútu leiksins. 12.9.2007 21:30
D-riðill: Tékkar lögðu Íra Marek Jankulovski skoraði eina mark Tékklands sem vann Írland 1-0 á heimavelli sínum í kvöld. Markið kom á fimmtándu mínútu leiksins. Eftir úrslit kvöldsins eru Þýskaland og Tékkland í góðri stöðu í D-riðlinum. 12.9.2007 23:34
C-riðill: Tyrkland vann mikilvægan sigur Það var boðið upp á stórskemmtilegan fyrri hálfleik í leik Noregs og Grikklands í C-riðlinum. Staðan var 2-2 í hálfleik en það urðu síðan lokatölur leiksins. Tyrkland vann Ungverjaland og jafnaði Noreg að stigum. 12.9.2007 23:16
F-riðill: Spánverjar jafnir Svíum Spánn vann 2-0 sigur á Lettlandi á heimavelli sínum í kvöld. Þar með komust Spánverjar upp að hlið Svía á toppi riðils okkar Íslendinga. Spánverjar og Svíar hafa nítján stig en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni. 12.9.2007 22:52
B-riðill: Di Natale hetja Ítalíu Antonio Di Natale var hetja ítalska landsliðsins sem vann 2-1 sigur á Úkraínu í kvöld. Hann skoraði bæði mörk liðsins en með sigrinum komst Ítalíu upp í annað sæti síns riðils eftir óvæntan sigur Skotlands á Frakklandi. 12.9.2007 22:35
A-riðill: Aftur fékk Portúgal mark á sig í lokin Portúgal náði ekki að nýta sér markalaust jafntefli Finna og Pólverja. Liðið hefði getað komist í annað sæti A-riðils með sigri á heimavelli gegn Serbíu. Gestirnir jöfnuðu hinsvegar á 86. mínútu. 12.9.2007 22:15
E-riðill: Owen með tvö í sigri Englands Michael Owen skoraði tvö mörk og Rio Ferdinand eitt þegar England vann mikilvægan 3-0 sigur gegn Rússlandi á heimavelli sínum. Englendingar eru í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Króatíu. 12.9.2007 21:57
Ragnar: Ljótur en sætur sigur Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að sigurinn hafi kannski ekki verið fallegur en þó mjög sætur. „Ég held að það sé hægt að segja að þetta hafi verið ljótur sigur," sagði Ragnar við Vísi eftir leikinn. 12.9.2007 21:13
Ármann Smári: Furðuleg tilfinning Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á byrjunarliði íslenska landsliðsins frá síðasta leik. Hinn stóri og stæðilegi Ármann Smári Björnsson kom inn í sóknina við hlið Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. 12.9.2007 21:03
Ísland vann Norður-Írland Ísland vann glæsilegan 2-1 sigur gegn Norður-Írlandi. Ármann Smári kom Íslandi yfir en gestirnir jöfnuðu. Sigurmarkið kom síðan á 89. mínútu en það var sjálfsmark gestana. 12.9.2007 19:45
Ármann Smári inn fyrir Jóhannes Búið er að tilkynna byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Norður-Írlandi nú klukkan 18:05 á Laugardalsvelli. Eyjólfur Sverrisson gerir eina breytingu á byrjunarliðinu, Ármann Smári Björnsson kemur inn fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson sem er í leikbanni. 12.9.2007 17:09
Vopnahlé hjá KSÍ og SÍ Knattspyrnusamband Íslands og Samtök Íþróttafréttamanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna aðstöðu íþróttaafréttamanna á Laugardalsvelli. Í yfirlýsingunni harmar KSÍ þá aðstöðu sem fréttamönnum var boðið upp á í landsleiknum gegn Spánverjum um helgina. 12.9.2007 15:41
Erfitt að segja hvaða íslenska liði við mætum Norður-Írski landsliðsmaðurinn Keith Gillespie segir sína menn ekki vita hverju þeir eiga von á þegar þeir kljást við Íslendinga í undankeppni EM á regnblautum Laugardalsvellinum í kvöld. 12.9.2007 15:24
Ronaldo verður klár eftir þrjár vikur Jose Luis Runco, læknir brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Ronaldo hjá AC Milan ætti að vera orðinn leikfær eftir þrjár vikur. Ronaldo er meiddur á læri en ítalskir fjölmiðlar óttuðust að læknirinn notaði ólögleg lyf til að koma leikmanninum á stað á ný. Runco vísar því alfarið á bug. 12.9.2007 15:09