Enski boltinn

Þriðji 1-0 sigur United í röð

Nemanja Vidic skoraði markið sem skildi liðin að í dag og fær hér klapp á kollinn frá félögum sínum
Nemanja Vidic skoraði markið sem skildi liðin að í dag og fær hér klapp á kollinn frá félögum sínum AFP

Manchester United gerði góða ferð til Liverpool í dag þar sem liðið vann 1-0 baráttusigur á Everton. Það var varnarmaðurinn Nemanja Vidic sem skoraði sigurmark gestanna átta mínútum fyrir leikslok, en United missti Mikael Silvestre meiddan af velli í fyrri hálfleik. Þetta var þriðji 1-0 sigur United í röð í deildinni.

Leikurinn í dag var ekki sérlega skemmtilegur en jafnræði var með liðunum þangað til Vidic skallaði hornspyrnu Nani í netið eftir 82 mínútna leik. Paul Scholes hafði áður farið illa með besta færi United en þrumaði yfir markið af stuttu færi.

Sóknarleikur United var ekki upp á marga fiska líkt og í síðustu leikjum en þetta var engu að síður þriðji 1-0 sigur liðsins í röð. Það tryggir liðinu toppsætið í nokkrar mínútur í það minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×