Fótbolti

Gillespie biðst afsökunar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Keith Gillespie.
Keith Gillespie.

Keith Gillespie hefur beðist opinberlega afsökunar á að hafa lent í slagsmálum við liðsfélaga sinn hér á Íslandi. Atvikið gerðist eftir landsleik Íslands og Norður-Írlands á miðvikudaginn þegar leikmenn norður-írska liðsins voru á leið heim.

Gillespie lenti í handalögmálum við George McCartney. „Þessi framkoma mín var algjörlega óásættanleg. Þetta átti aldrei að gerast," sagði Gillespie sem skoraði sigurmarkið í umræddum leik, því miður fyrir hann í rangt mark.

„Ég hef beðist afsökunar innan hópsins og vill einnig biðja stuðningsmenn afsökunar. Þetta kom til vegna misskilnings um týnt vegabréf. Slagsmálin voru þó varla byrjuð þegar þeim var lokið," sagði Gillespie.

 

Írska knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka þetta mál en formaður sambandsins hefur þegar fengið afsökunarbeiðnina í hendurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×