Enski boltinn

Torres grátbað um níuna

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool hefur upplýst að hann hafi grátbeðið um að fá að spila í treyju númer níu hjá liðinu eftir að ljóst varð að Robbie Fowler væri á leið frá félaginu í sumar. Hann fetar þar með í fótspor goðsagna eins og Ian Rush sem spilað hafa í treyju númer níu hjá félaginu.

"Ég bað strax um að fá að vera númer níu af því ég vissi að hún var að losna þar sem Robbie Fowler var á leið frá félaginu. Rafa spurði mig hvort ég vissi hversu mikla þýðingu þetta númer hefði hjá Liverpool og ég svaraði því strax játandi," sagði Torres. Hann fagnar því að þurfa ekki að bera fyrirliðabandið lengur.

"Hjá Atletico var ég gerður að fyrirliða mjög ungur þó ég vissi ekki mikið um hvað það þýddi að vera fyrirliði. Hérna eru fyrirliðarnir mikið eldri og ég get lært af þeim. Þetta eru menn sem krefjast virðingar og Steven Gerrard er besti leikmaður sem ég hef æft með á ferlinum," sagði Torres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×