Fótbolti

Fyrsti sigur Brasilíu á Mexíkó í þrjú ár

Ronaldinho fagnar marki félaga síns Alfonso Alves
Ronaldinho fagnar marki félaga síns Alfonso Alves NordicPhotos/GettyImages

Brasilíumenn unnu í nótt langþráðan sigur á Mexíkóum 3-1 þegar þjóðirnar mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum. Tvö mörk á síðustu tíu mínútunum tryggðu Brössum sigurinn eftir að liðið hafði lent undir í leiknum.

Mexíkóar náðu forystunni tveimur mínútum fyrir hlé þegar Juan Carlos Cacho skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Mexíkó. Brassarnir voru ekki lengi að svarar og Kleber skoraði sitt fyrsta mark fyrir þjóð sína augnabliki áður en flautað var til hálfleiks.

Markvörður Mexíkó, Guilermo Ochoa varði mjög vel í leiknum, en hann náði ekki að koma í veg fyrir að Kaka kæmi Brasilíu yfir þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Þeir gulklæddu misstu mann af velli nokkrum mínútum síðar þegar Elano var vikið af velli fyrir glórulausa tæklingu, en það var svo varramaðurinn Alfonso Alves sem skoraði þriðja markið og innsiglaði sigurinn þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina fjórum mínútum áður en flautað var af. Þjálfarinn Dunga lét svo reka sig upp í stúku fyrir kjaftbrúk í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×