Ísland vann Norður-Írland Elvar Geir Magnússon skrifar 12. september 2007 19:45 Leikur Íslands og Norður-Írlands er búinn og endaði með sigri Íslands 2-1. Sigurmarkið kom á 89. mínútu. Fylgst var grannt með gangi mála hér á Vísi en leikurinn var í beinni textalýsingu. Hér að neðan má sjá gang leiksins. Ísland - Norður-Írland 2-1 1-0 Ármann Smári Björnsson (6.) 1-1 David Healy víti (71.) 2-1 Sjálfsmark (89.) Skot (á mark): 6-12 (3-5)Hornspyrnur: 3-11 Rangstöður: 0-3Gul spjöld: 2-3Lið Íslands (4-4-2): Árni Gautur Arason; Kristján Örn Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson (f); Grétar Rafn Steinsson, Kári Árnason (Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 88.), Arnar Þór Viðarsson, Emil Hallfreðsson; Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Ólafur Ingi Skúlason 79.), Ármann Smári Björnsson (Eiður Smári Guðjohnsen 54.). Dómari: Yuri Baskakov (Rússland). 90. mín.: LEIK LOKIÐ!! Ísland vinnur baráttusigur gegn Norður-Írum. Fyrsti sigur íslenska liðsins síðan það lagði einmitt Norður-Írland! 89. mín.: MARK!!! Það var laglegt!!! Norður-Írar skora sjálfsmark. Grétar Rafn með fasta sendingu frá hægri en af varnarmanni fór knötturinn inn. Eiður Smári var í baráttunni í teignum! 89. mín.: Emil Hallfreðsson tekur horn en gestirnir ná að bjarga frá. 88. mín.: Ásgeir Gunnar kemur inn fyrir Kára. 87. mín.: Varnarmaður N-Íra fær réttilega gult spjald fyrir að brjóta á Eið Smára sem hefði annars verið einn á auðum sjó. 85. mín.: Norður-Írar halda áfram að ráða ferðinni. 79. mín.: Skipting. Ólafur Ingi Skúlason kemur inn fyrir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Athyglisverð skipting hjá Eyjólfi. 78. mín.: Gunnar Heiðar aðgangsharður. Loksins hætta upp við mark gestana sem ná þó að bægja hættunni frá. 76. mín.: Norður-Írar fá hverja hornspyrnuna á fætur annarri. 75. mín.: Norður-Írar hafa verið mikið mun betri aðilinn í seinni hálfleik. Við erum í miklu basli og ekkert að skapa okkur í sóknarleiknum. 71. mín.: Mark! Kári braut á Healy innan teigs og dæmd vítaspyrna. Healy fór sjálfur á punktinn og skaut hnitmiðuðu skoti í hægra hornið. Árni fór í rétt horn en náði ekki að verja. 69. mín.: Markið liggur bara í loftinu hjá gestunum. Fengu enn eina hornspyrnuna. Mikil þvaga innan teigs en á endanum náði Gillespie skoti sem var sem betur fer beint á Árna Gaut. 68. mín.: Klárlega togað í Ragnar innan vítateigs Íslands en rússneski dómarinn dæmir ekkert. Norður-Írar fá hornspyrnu en ekkert verður úr henni. Norður-Írar hafa fengið átta hornspyrnur gegn einni hjá íslenska liðinu. 66. mín.: Hermann Hreiðarsson fær gult spjald. 63. mín.: Norður-Írar eru að færa sig upp á skaftið. Fengu tvær hornspyrnur í röð. Fyrri var sérlega hættuleg, snúningsbolti, en Arnar Þór náði að bjarga. 61. mín.: Ragnar Sigurðsson gerðist brotlegur rétt fyrir utan teiginn, úti hægra meginn. Ekkert verður úr aukaspyrnunni. Góð vörn. 59. mín.: Vörn íslenska liðsins opnaðist og Norður-Írar áttu virkilega hættulega sókn. Keith Gillespie átti skot úr þröngu færi en í hliðarnetið fór boltinn. 57. mín.: Healy með skot úr aukaspyrnu en talsvert frá rammanum. 54. mín.: Skipting. Eiður Smári er kominn inn sem varamaður fyrir markaskorarann Ármann Smára sem hefur svo sannarlega skilað sínu hlutverki. 50. mín.: Skot í slá! Chris Brunt með skot af löngu færi sem hafnar í slánni! Norður-Írar ná síðan öðru skoti en Árni ver það örugglega. Bjarni Fel, sem situr við hlið mér, segir að þarna höfum við sloppið með skrekkinn. Þar átti Bjarni kollgátuna. 48. mín.: Kári með skot af löngu færi. Um að gera. Taylor ver örugglega. 47. mín.: Eiður Smári er byrjaður að hita upp. 46. mín.: Ingó úr Idolinu hélt uppi stemningunni í hálfleik og gerði það með mikilli prýði. Hápunkturinn þegar hann tók Stolt siglir fleyið mitt... annars er seinni hálfleikur farinn af stað. 45. mín.: Hermann Hreiðarsson átti skalla en framhjá fór boltinn. Önnur marktilraun íslenska liðsins. Hálfleikur. Ísland yfir 1-0. 45. mín.: Norður-Írar virðast nokkuð pirraðir og eru farnir að rífast innbyrðis. Ekkert nema jákvætt. 42. mín.: Warren Feeney fer harkalega í Árna Gaut þegar Hermann sendir boltann til baka. Fær réttilega að líta gula spjaldið. 38. mín.: David Healy sem skorað hefur ellefu af þrettán mörkum Norður-Írlands í riðlakeppninni hefur lítið sést. Íslenska vörnin nær að halda honum niðri. 36. mín.: Gunnar Heiðar vinnusamur og vann horn. Emil Hallfreðsson tók spyrnuna en beint í hendurnar á Maik Taylor. 34. mín.: Michael Duff með skalla yfir markið. Gestirnir eru nokkuð líklegir þessa stundina. 31. mín.: Norður-Írar fá dauðafæri! Áttu aukaspyrnu sem Árni Gautur náði að blaka til hliðar. Þar var Evans fyrir opnu marki en skaut yfir! Þarna skall svo sannarlega hurð nærri hælum og rúmlega það. 28. mín.: Hættulegt skot hjá Norður-Írum. Sammy Clingan fékk boltann við vítateigslínuna, náði að snúa en skotið fór naumlega framhjá. Hættulegasta marktilraun gestana. 25. mín.: Síðustu mínútur hafa verið mjög rólegar. 22. mín.: Norður-Írar eru mun meira með knöttinn en íslenska liðið leikur agaðan varnarleik og gestirnir koma lítið áleiðis. Hafa þó völdin á miðsvæðinu. 19. mín.: Markaskorarinn Ármann Smári fær gult spjald fyrir brot á Jonathan Evans. Fyrsta spjald leiksins. 16. mín.: Norður-Írar nokkuð hættulegir. Áttu fyrst skalla sem fór af íslenskum leikmanni og í horn. Áttu síðan skot af nokkuð löngu færi sem fór himinhátt yfir 14. mín.: Hættuleg fyrirgjöf frá Norður-Írum. Hermann Hreiðarsson bjargar í horn. Ekkert verður úr horninu. 10. mín.: Gestunum er greinilega brugðið. Þetta mark hefur slegið þá út af laginu. 6. mín.: MARK!!! Íslendingar hafa tekið forystuna. Frábært hlaup hjá Gunnar Heiðari. Var kominn að endamörkum hægra megin við markið og renndi knettinum á Ármann Smára sem var úti í teignum. Ármann var ekkert að tvínóna við hlutina og þrumaði í markið. Frábærlega klárað. 5. mín.: Norður-Írar byrja betur og virðast þegar hafa náð ágætis tökum. Þeir halda boltanum vel. 2. mín.: Warren Feeney, leikmaður Cardiff, á fyrsta skot leiksins en Árni Gautur ver. 1. mín.: Leikurinn er hafinn. Gestirnir byrja með boltann. 0. mín.: Mínútu þögn verður fyrir leikinn til minningar um Ásgeir Elíasson, fyrrum knattspyrnuþjálfara, sem lést síðasta sunnudag. Þá munu leikmenn íslenska liðsins bera sorgarbönd. 0. mín.: Norður-Írar eru ferskir í stúkunni nú þegar um tuttugu mínútur eru til leiks. Þeir eru löngu mættir og láta vel í sér heyra. Íslensku stuðningsmennirnir taka íslensku hefðina á þetta og eru ekki mættir enn. Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Leikur Íslands og Norður-Írlands er búinn og endaði með sigri Íslands 2-1. Sigurmarkið kom á 89. mínútu. Fylgst var grannt með gangi mála hér á Vísi en leikurinn var í beinni textalýsingu. Hér að neðan má sjá gang leiksins. Ísland - Norður-Írland 2-1 1-0 Ármann Smári Björnsson (6.) 1-1 David Healy víti (71.) 2-1 Sjálfsmark (89.) Skot (á mark): 6-12 (3-5)Hornspyrnur: 3-11 Rangstöður: 0-3Gul spjöld: 2-3Lið Íslands (4-4-2): Árni Gautur Arason; Kristján Örn Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson (f); Grétar Rafn Steinsson, Kári Árnason (Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 88.), Arnar Þór Viðarsson, Emil Hallfreðsson; Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Ólafur Ingi Skúlason 79.), Ármann Smári Björnsson (Eiður Smári Guðjohnsen 54.). Dómari: Yuri Baskakov (Rússland). 90. mín.: LEIK LOKIÐ!! Ísland vinnur baráttusigur gegn Norður-Írum. Fyrsti sigur íslenska liðsins síðan það lagði einmitt Norður-Írland! 89. mín.: MARK!!! Það var laglegt!!! Norður-Írar skora sjálfsmark. Grétar Rafn með fasta sendingu frá hægri en af varnarmanni fór knötturinn inn. Eiður Smári var í baráttunni í teignum! 89. mín.: Emil Hallfreðsson tekur horn en gestirnir ná að bjarga frá. 88. mín.: Ásgeir Gunnar kemur inn fyrir Kára. 87. mín.: Varnarmaður N-Íra fær réttilega gult spjald fyrir að brjóta á Eið Smára sem hefði annars verið einn á auðum sjó. 85. mín.: Norður-Írar halda áfram að ráða ferðinni. 79. mín.: Skipting. Ólafur Ingi Skúlason kemur inn fyrir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Athyglisverð skipting hjá Eyjólfi. 78. mín.: Gunnar Heiðar aðgangsharður. Loksins hætta upp við mark gestana sem ná þó að bægja hættunni frá. 76. mín.: Norður-Írar fá hverja hornspyrnuna á fætur annarri. 75. mín.: Norður-Írar hafa verið mikið mun betri aðilinn í seinni hálfleik. Við erum í miklu basli og ekkert að skapa okkur í sóknarleiknum. 71. mín.: Mark! Kári braut á Healy innan teigs og dæmd vítaspyrna. Healy fór sjálfur á punktinn og skaut hnitmiðuðu skoti í hægra hornið. Árni fór í rétt horn en náði ekki að verja. 69. mín.: Markið liggur bara í loftinu hjá gestunum. Fengu enn eina hornspyrnuna. Mikil þvaga innan teigs en á endanum náði Gillespie skoti sem var sem betur fer beint á Árna Gaut. 68. mín.: Klárlega togað í Ragnar innan vítateigs Íslands en rússneski dómarinn dæmir ekkert. Norður-Írar fá hornspyrnu en ekkert verður úr henni. Norður-Írar hafa fengið átta hornspyrnur gegn einni hjá íslenska liðinu. 66. mín.: Hermann Hreiðarsson fær gult spjald. 63. mín.: Norður-Írar eru að færa sig upp á skaftið. Fengu tvær hornspyrnur í röð. Fyrri var sérlega hættuleg, snúningsbolti, en Arnar Þór náði að bjarga. 61. mín.: Ragnar Sigurðsson gerðist brotlegur rétt fyrir utan teiginn, úti hægra meginn. Ekkert verður úr aukaspyrnunni. Góð vörn. 59. mín.: Vörn íslenska liðsins opnaðist og Norður-Írar áttu virkilega hættulega sókn. Keith Gillespie átti skot úr þröngu færi en í hliðarnetið fór boltinn. 57. mín.: Healy með skot úr aukaspyrnu en talsvert frá rammanum. 54. mín.: Skipting. Eiður Smári er kominn inn sem varamaður fyrir markaskorarann Ármann Smára sem hefur svo sannarlega skilað sínu hlutverki. 50. mín.: Skot í slá! Chris Brunt með skot af löngu færi sem hafnar í slánni! Norður-Írar ná síðan öðru skoti en Árni ver það örugglega. Bjarni Fel, sem situr við hlið mér, segir að þarna höfum við sloppið með skrekkinn. Þar átti Bjarni kollgátuna. 48. mín.: Kári með skot af löngu færi. Um að gera. Taylor ver örugglega. 47. mín.: Eiður Smári er byrjaður að hita upp. 46. mín.: Ingó úr Idolinu hélt uppi stemningunni í hálfleik og gerði það með mikilli prýði. Hápunkturinn þegar hann tók Stolt siglir fleyið mitt... annars er seinni hálfleikur farinn af stað. 45. mín.: Hermann Hreiðarsson átti skalla en framhjá fór boltinn. Önnur marktilraun íslenska liðsins. Hálfleikur. Ísland yfir 1-0. 45. mín.: Norður-Írar virðast nokkuð pirraðir og eru farnir að rífast innbyrðis. Ekkert nema jákvætt. 42. mín.: Warren Feeney fer harkalega í Árna Gaut þegar Hermann sendir boltann til baka. Fær réttilega að líta gula spjaldið. 38. mín.: David Healy sem skorað hefur ellefu af þrettán mörkum Norður-Írlands í riðlakeppninni hefur lítið sést. Íslenska vörnin nær að halda honum niðri. 36. mín.: Gunnar Heiðar vinnusamur og vann horn. Emil Hallfreðsson tók spyrnuna en beint í hendurnar á Maik Taylor. 34. mín.: Michael Duff með skalla yfir markið. Gestirnir eru nokkuð líklegir þessa stundina. 31. mín.: Norður-Írar fá dauðafæri! Áttu aukaspyrnu sem Árni Gautur náði að blaka til hliðar. Þar var Evans fyrir opnu marki en skaut yfir! Þarna skall svo sannarlega hurð nærri hælum og rúmlega það. 28. mín.: Hættulegt skot hjá Norður-Írum. Sammy Clingan fékk boltann við vítateigslínuna, náði að snúa en skotið fór naumlega framhjá. Hættulegasta marktilraun gestana. 25. mín.: Síðustu mínútur hafa verið mjög rólegar. 22. mín.: Norður-Írar eru mun meira með knöttinn en íslenska liðið leikur agaðan varnarleik og gestirnir koma lítið áleiðis. Hafa þó völdin á miðsvæðinu. 19. mín.: Markaskorarinn Ármann Smári fær gult spjald fyrir brot á Jonathan Evans. Fyrsta spjald leiksins. 16. mín.: Norður-Írar nokkuð hættulegir. Áttu fyrst skalla sem fór af íslenskum leikmanni og í horn. Áttu síðan skot af nokkuð löngu færi sem fór himinhátt yfir 14. mín.: Hættuleg fyrirgjöf frá Norður-Írum. Hermann Hreiðarsson bjargar í horn. Ekkert verður úr horninu. 10. mín.: Gestunum er greinilega brugðið. Þetta mark hefur slegið þá út af laginu. 6. mín.: MARK!!! Íslendingar hafa tekið forystuna. Frábært hlaup hjá Gunnar Heiðari. Var kominn að endamörkum hægra megin við markið og renndi knettinum á Ármann Smára sem var úti í teignum. Ármann var ekkert að tvínóna við hlutina og þrumaði í markið. Frábærlega klárað. 5. mín.: Norður-Írar byrja betur og virðast þegar hafa náð ágætis tökum. Þeir halda boltanum vel. 2. mín.: Warren Feeney, leikmaður Cardiff, á fyrsta skot leiksins en Árni Gautur ver. 1. mín.: Leikurinn er hafinn. Gestirnir byrja með boltann. 0. mín.: Mínútu þögn verður fyrir leikinn til minningar um Ásgeir Elíasson, fyrrum knattspyrnuþjálfara, sem lést síðasta sunnudag. Þá munu leikmenn íslenska liðsins bera sorgarbönd. 0. mín.: Norður-Írar eru ferskir í stúkunni nú þegar um tuttugu mínútur eru til leiks. Þeir eru löngu mættir og láta vel í sér heyra. Íslensku stuðningsmennirnir taka íslensku hefðina á þetta og eru ekki mættir enn.
Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn