Íslenski boltinn

Valur yfir í hálfleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Margrét Lára kom Val yfir 2-1.
Margrét Lára kom Val yfir 2-1.

Valsstúlkur eru með forystuna á KR-vellinum en þar er hálfleikur. Staðan er 2-1 en það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom Valsliðinu yfir. Valsstúlkur hafa verið mun betri í leiknum en um er að ræða úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki.

Það var Hrefna Jóhannesdóttir sem skoraði fyrsta markið í leiknum en Katrín Jónsdóttir jafnaði síðan metin.

Ef Valur vinnur leikinn getur ekkert komið í veg fyrir að liðið verði Íslandsmeistari í Lansbankadeild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×