Fótbolti

C-riðill: Tyrkland vann mikilvægan sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Carew skoraði fyrra mark Noregs.
John Carew skoraði fyrra mark Noregs.

Það var boðið upp á stórskemmtilegan fyrri hálfleik í leik Noregs og Grikklands í C-riðlinum. Staðan var 2-2 í hálfleik en það urðu síðan lokatölur leiksins. Tyrkland vann Ungverjaland og jafnaði Noreg að stigum.

Grikkir náðu tvívegis forystu í Noregi en í bæði skiptin náðu heimamenn að jafna. Fyrst var það John Carew en svo John Arne Riise.

Tyrkir nýttu sér úrslitin í Noregi til að þjappa sér upp að toppliðum riðilsins. Þeir unnu 3-0 sigur á Ungverjalandi.

Úrslit kvöldsins í C-riðli:

Noregur - Grikkland 2-2

Tyrkland - Ungverjaland 3-0

Bosnía - Moldavía 0-1

Staðan (Leikir) - Stig

1. Grikkland (8) - 19

2. Noregur (9) - 17

3. Tyrkland (8) - 17

4. Bosnía (9) - 13

5. Ungverjaland (9) - 9

6. Malta (8) - 5

7. Moldavía (9) - 5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×