Íslenski boltinn

Ármann Smári: Furðuleg tilfinning

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stuðningsmenn Íslands voru hressir.
Stuðningsmenn Íslands voru hressir.

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á byrjunarliði íslenska landsliðsins frá síðasta leik. Hinn stóri og stæðilegi Ármann Smári Björnsson kom inn í sóknina við hlið Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

Ármann leikur með Brann í Noregi en hann skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. Hann segir sigur Íslands verðskuldaðan að sínu mati. „Við vildum vinna og gerðum það. Við fengum kannski fleiri færi gegn Spánverjunum en fengum hjálp úr óvæntri átt þegar þeir skoruðu þetta sjálfsmark," sagði Ármann.

„Ég viðurkenni að það var frekar furðuleg tilfinning að koma inn í liðið sem sóknarmaður en maður varð bara að tækla það. Maður hefur kannski oft spilað betur í heildina en við unnum og það skiptir máli," sagði Ármann sem hefur leikið sem varnarmaður hjá Brann.

„Ég fékk bara að vita það á svipuðum tíma og allir aðrir að ég væri í byrjunarliðinu, Eyjólfur tilkynnti það klukkutíma fyrir leikinn," sagði Ármann við Vísir.is strax eftir leik.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×