Íslenski boltinn

Kvennalið ÍR fallið

Elvar Geir Magnússon skrifar

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í kvöld. Ljóst er að það verður ÍR sem fellur aftur niður í 1. deild eftir árs veru í efstu deild. Breiðholtsstelpur léku gegn Þór/KA á Akureyri og vann heimaliðið öruggan 5-1 sigur.

Þar sem Fylkir vann Keflavík 3-0 í Árbænum er ljóst að ÍR á ekki möguleika á að bjarga sér í lokaumferðinni. Aðeins eitt lið fellur úr Landsbankadeild kvenna í ár vegna fjölgunar.

Fyrr í kvöld var ljóst að Valur mun hampa Íslandsmeistaratitlinum.

Úrslit kvöldsins í Landsbankadeild kvenna:

KR - Valur 2-4

Þór/KA - ÍR 5-1

Fjölnir Breiðablik 2-5

Fylkir - Keflavík 3-0

Staðan fyrir lokaumferðina:

1. Valur - 43 stig

2. KR - 40 stig

3. Breiðablik - 28 stig

4. Keflavík - 22 stig

5. Stjarnan - 18 stig

6. Fjölnir - 13 stig

7. Þór/KA - 13 stig

8. Fylkir - 12 stig

9. ÍR - 7 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×