Handbolti

Guðjón Valur með sex mörk í sigri Gummersbach

NordicPhotos/GettyImages

Átta leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson 4 þegar lið þeirra Gummersbach lagði Wilhelmshavener 24-22 á útivelli. Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir heimamenn.

Kiel er enn á toppnum með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en liðið vann raunar mjög nauman sigur á nýliðum Rhein-Neckar Löwen í gær 26-25 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. Flensburg er í öðru sæti með fjóra sigra í fjórum leikjum eftir auðveldan 10 marka sigur á Balingen þar sem Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyrir Flensburg.

Grosswallstadt lagði Lemgo 31-27, Melsungen lagði Fuchse Berlin 29-28, Wetzlar tapaði heima fyrir Nordhorn 30-27 og Göppingen rótburstaði Lubbecke 36-20 þar sem Jailesky Garcia skoraði 2 mörk fyrir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×