Íslenski boltinn

Titillinn á leið á Hlíðarenda

Elvar Geir Magnússon skrifar
Margrét Lára hefur skorað 35 mörk í deildinni í sumar en það er met.
Margrét Lára hefur skorað 35 mörk í deildinni í sumar en það er met.

Valsstúlkur eiga Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki vísan eftir að hafa unnið KR 4-2 á útivelli í kvöld. Leikurinn var úrslitaleikur um titilinn og var hann fjörugur og skemmtilegur. Ein umferð er eftir af Landsbankadeild kvenna 2007.

Valur hefur þriggja stiga forskot fyrir síðustu umferðina en er með mikið mun betri markatölu en KR. Það er því ljóst að Valur verður Íslandsmeistari í ár.

Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir snemma leiks en Valur náði að snúa dæminu við með mörkum frá Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Dagný Brynjarsdóttir kom Val í 3-1 en Hrefna svaraði strax á eftir með sínu öðru marki í leiknum.

Það var síðan Margrét Lára sem innsiglaði sigur Vals í viðbótartíma og úrslitin 4-2 fyrir gestina. Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×