Körfubolti

Þýskaland komst áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þýskaland komst áfram.
Þýskaland komst áfram.

Keppni í milliriðlum á Evrópumótinu í körfubolta er lokið og ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum. Lokaumferðin í milliriðli B fór fram í kvöld en Þjóðverjar náðu að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina með því að leggja Ítalíu 67-58.

Dirk Nowitzki og Johannes Herber skoruðu fimmtán stig hvor fyrir þýska liðið. Marco Belinelli stóð upp úr í liði Ítalíu en hann skoraði 25 stig.

Litháar unnu Slóvena 80-61 í uppgjöri efstu liða riðilsins. Ramunas Siskauskas var stigahæstur í liði Litháen með 21 stig. Frakkar lögðu Tyrki 85-64. Boris Diaw skoraði átján stig fyrir Frakka en Kaya Peker nítján fyrir Tyrkland.

Úrslit kvöldsins:

Frakkland - Tyrkland 85-64

Þýskaland - Ítalía 67-58

Slóvenía - Litháen 61-80

Lokastaðan í milliriðli B:

1. Litháen - 10 stig

2. Slóvenía - 9 stig

3. Frakkland - 8 stig

4. Þýskaland - 7 stig

5. Ítalía - 6 stig

6. Tyrkland 5. stig

Viðureignir í átta liða úrslitum:

Rússland - Frakkland (13. sept.)

Spánn - Þýskaland (13. sept.)

Litháen - Króatía (14. sept.)

Slóvenía - Grikkland (14. sept.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×