Fleiri fréttir

Á leið til Liverpool: Er í sjokki

Guðlaugur Victor Pálsson mun ganga til liðs við Liverpool í næstu viku ef hann stenst læknisskoðun hjá félaginu. AGF hefur samþykkt kauptilboð Liverpool í hann.

Gerrard æfði í dag

Steven Gerrard æfði með Liverpool í dag en það staðfesti Rafael Benitez, stjóri liðsins, í samtali við enska fjölmiðla. Hann sagðist veita Gerrard sinn fulla stuðning.

Gerrard bálreiður sjálfum sér

Steven Gerrard er sagður bálreiður út í sjálfan sig fyrir að atburði aðfaranótt mánudagsins er hann var handtekinn fyrir líkamsárás. Hann var síðar ákærður af yfirvöldum.

Given verður ekki seldur

Joe Kinnear, stjóri Newcastle, heldur því fram að Shay Given markvörður verður ekki seldur nú í næsta mánuði en hann hefur verið orðaður við bæði Tottenham og Arsenal.

Emil á leið frá Reggina

Miklar líkur eru á að Emil Hallfreðsson fari frá Reggina þegar að félagaskiptaglugginn opnar í næsta mánuði.

Pennant langar til Spánar

Jermaine Pennant á von á því að fara frá Liverpool nú í janúar og helst langar honum til að spila á Spáni.

Formúlu 1 uppgjör á Stöð 2 Sport

Stöð 2 Sport sýnir klukkutíma langan þátt um öll helstu atvikin í Formúlu 1 mótum ársins kl. 11.20 í dag. Þá er rætt við Lewis Hamilton um lokamótið í Formúlu 1, sem var mest spennandi Formúlu 1 mótið í manna minnum. Hamilton varð meistari með eins stigs mun og tryggði titilinn í síðustu beygju mótsins.

Curbishley ætlar aftur í úrvalsdeildina

Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley bíður eftir tækifærinu til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Þessi fyrrum stjóri Charlton og West Ham hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Upton Park í september.

Þorvaldur framlengir hjá Fram

Þorvaldur Örlygsson skrifaði í kvöld undir nýjan þriggja ára samning við Fram. Safamýrarliðið kom mjög á óvart á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti undir hans stjórn.

Villa vann Hull á sjálfsmarki

Hlutirnir halda áfram að falla með Aston Villa sem vann 1-0 útisigur á Hull City í kvöld. Þetta var síðasti leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Zabaleta ákveðinn í að halda sæti sínu

Pablo Zabaleta, varnarmaður Manchester City, segist ákveðinn í að halda sínu sæti í liðinu þegar félagið kaupir nýja leikmenn í janúar. Þessi argentínski bakvörður var keyptur frá Espanyol síðasta sumar.

Fótboltamaður handtekinn eftir dauðaslys

Leikmaður í ensku 1. deildinni var handtekinn í tengslum við bílslys sem átti sér stað á Jóladag, 25. desember. Fimm barna faðir lét lífið í slysinu.

Seinni partur ársins var pínu persónulegur sigur

Eiður Smári Guðjohnsen er í mikilvægu hlutverki hjá einu besta liði heims en fyrir nokkrum mánuðum var hann á leið frá Barcelona. Eiður sér ekki eftir að hafa verið áfram en hann talar um Barcelona í viðtali við Fréttablaðið á morgun.

Pele í enska boltann?

Yohann Pele, markvörður franska liðsins Le Mans, er á óskalista enskra úrvalsdeildarliða samkvæmt heimildum Sky. Samningur hans rennur út næsta sumar.

Iniesta að snúa aftur

Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, er að jafna sig á meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í tvo mánuði. Spænski landsliðsmaðurinn komst í gegnum æfingu í dag án þess að finna fyrir neinu.

Rieira: Verðum enn betri með Torres

Albert Rieira, vængmaður Liverpool, varar andstæðinga Liverpool við því að liðið eigi bara eftir að verða betra á nýju ári þegar Fernando Torres snýr úr meiðslum. Torres er að jafna sig á meiðslunum og ætti að snúa aftur í næstu leikjum.

Ancelotti: Getum orðið meistarar

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, telur að sitt lið hafi það sem þarf til að berjast við Inter um ítalska meistaratitilinn. AC Milan er sem stendur níu stigum á eftir erkifjendum sínum í Inter sem eru á toppnum.

Grétar Rafn ofar en Terry og Lescott

Grétar Rafn Steinsson er á 21. sæti lista Actim sem heldur utan um tölfræði allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og hoppar upp um tólf sæti á milli lista.

Leikmannahópar landsliðsins kynntir

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshópinn sem tekur þátt í æfingamóti í Svíþjóð dagana 4.-11. janúar næstkomandi.

Portsmouth reiðubúið að selja Defoe

Peter Storrie, framkvæmdarstjóri Portsmouth, hefur staðfest að félagið sé reiðubúið að taka á móti tilboðum í Jermain Defoe þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Valið stendur á milli Coventry og AZ

Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvert hann ætli að fara þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Jóhann Berg nálgast Coventry

Jóhann Berg Guðmundsson er sagður vera nálægt því að ganga til liðs við Coventry eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum.

Clement frá út tímabilið

Neil Clement, varnarmaður West Brom, verður frá út tímabilið en hann gekkst undir aðgerð á hné í september síðastliðnum.

Portsmouth semur við Belhadj

Portsmouth hefur gengið frá langtímasamningi við Nadir Belhadj sem hefur verið á lánssamningi hjá félaginu síðan í haust.

Liverpool styður Gerrard

Liverpool hefur heitið Steven Gerrard fullum stuðningi vegna handtöku hans á aðfaranótt mánudags.

Fuller ekki rekinn frá Stoke

Peter Coates, stjórnarformaður Stoke City, á ekki von á því að Ricardo Fuller verði látinn fara frá félaginu eftir uppákomu helgarinnar.

Agger vill nýjan samning

Daniel Agger, leikmaður Liverpool, segist gjarnan vilja ganga frá samningsmálum sínum sem allra fyrst en hann á átján mánuði eftir af núverandi samningi sínum.

Robinho þreyttur á slúðrinu

Robinho segist þreyttur á endalausum sögusögnum um leikmenn sem eru sagðir á leið til Manchester City nú þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Engin brunaútsala hjá West Ham

Robert Green, markvörður West Ham, segir að leikmenn hafi verið fullvissaðir um að bestu leikmenn West Ham verði ekki seldir þegar að félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Gerrard kærður fyrir líkamsárás

Yfirvöld í Liverpool í Englandi hafa kært Steven Gerrard, fyrirliða samnefnds félags, fyrir líkamsárás á skemmtistað á aðfaranótt mánudags.

NBA í nótt: Shaq öflugur

Phoenix átti ekki í vandræðum með Oklahoma í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir fjarveru Steve Nash og villuvandræði Amare Stoudemire, þökk sé Shaquille O'Neal.

Ferguson: Erum í góðri stöðu

„Við förum í góðri stöðu inn í nýtt ár," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, eftir 1-0 sigur á Middlesbrough. „Við eigum tvo heimaleiki til góða. Liverpool og Chelsea eru að ná stigum en mikilvægast er að við séum að skila okar vinnu."

Berbatov tryggði United sigur á Middlesbrough

Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Englandsmeistarar Manchester United unnu þá 1-0 sigur á Middlesbrough á heimavelli sínum. Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu.

Tevez farinn til Argentínu

Manchester United er nú að leika gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. Athygli vekur að Carlos Tevez er ekki í leikmannahópi Englandsmeistarana en Tevez skoraði sigurmarkið gegn Stoke á föstudag.

Drogba týndi neistanum

Didier Drogba hefur viðurkennt að hafa misst áhuga á fótbolta um tíma. Drogba var rekinn af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var ásakaður um að leggja sig ekki nægilega mikið fram.

Sjá næstu 50 fréttir