Enski boltinn

Curbishley ætlar aftur í úrvalsdeildina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alan Curbishley.
Alan Curbishley.

Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley bíður eftir tækifærinu til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Þessi fyrrum stjóri Charlton og West Ham hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Upton Park í september.

Curbishley var sterklega orðaður við 1. deildarliðin Nottingham Forest og Derby. „Með fullri virðingu fyrir þessum félögum þá vil ég snúa aftur í úrvalsdeildina. Ég hef verið í úrvalsdeildinni síðustu tíu ár," sagði Curbishley

„Við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Þegar maður hefur verið í ensku úrvalsdeildinni þá vill maður ekki fara annað. Ég tel mig hafa öðlast þann rétt að snúa aftur þangað ef tækifærið gefst."

Hann var orðaður við Sunderland og Blackburn en bæði félög hafa ráðið knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×