Enski boltinn

Gerrard bálreiður sjálfum sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool.
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Steven Gerrard er sagður bálreiður út í sjálfan sig fyrir að atburði aðfaranótt mánudagsins er hann var handtekinn fyrir líkamsárás. Hann var síðar ákærður af yfirvöldum.

Þessu er haldið fram í enska dagblaðinu Daily Mail þar sem haft er eftir ónefndum vini Gerrard að hann taki þetta mjög nærri sér.

„Hann hefur mátt ganga í gegnum mikla naflaskoðun," er haft eftir honum. „Steven er mjög stoltur einstaklingur og hann leggur mikla áherslu að vera fyrirmyndaríþróttamaður og einhver sem setur öðrum góða fyrirmynd. Hann er bálreiður sjálfum sér fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma."

„Honum þykir þó vænt um stuðninginn sem honum hefur verið sýndur og kannski finnst honum nú að hann sé stærri hluti af Liverpool-fjölskyldunni en nokkru sinni áður. En eins og er situr hann heima hjá sér og veltir sér upp úr þessu öllu saman."

Gerrard var úti á lífinu á sunnudagskvöldið að fagna 5-1 sigri Liverpool á Newcastle en eftir leiki dagsins var liðið komið með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Óvíst er hvaða áhrif þessir atburðir hafa á gengi liðsins í framhaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×