Enski boltinn

Tevez farinn til Argentínu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tevez í leiknum gegn Stoke á föstudag.
Tevez í leiknum gegn Stoke á föstudag.

Manchester United er nú að leika gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. Athygli vekur að Carlos Tevez er ekki í leikmannahópi Englandsmeistarana en Tevez skoraði sigurmarkið gegn Stoke á föstudag.

Samkvæmt BBC fékk Tevez frí frá þessum leik til að fara heim til Argentínu af fjölskylduástæðum. Dimitar Berbatov og Wayne Rooney leika í fremstu víglínu United í leiknum.

Einnig vekur athygli að hvorki Nani né Anderson fá pláss í leikmannahópi United en þeir eru þó ekki á meiðslalistanum svo vitað sé.

Nú er hálfleikur á Old Trafford og er staðan enn markalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×