Handbolti

Handboltinn aldrei vinsælli í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason er þjálfari toppliðs Kiel í þýsku deildinni.
Alfreð Gíslason er þjálfari toppliðs Kiel í þýsku deildinni. Nordic Photos / Getty Images

Metfjöldi áhorfenda hefur komið á leiki þýsku úrvalsdeildarinnar það sem af er tímabili eða meira en 715 þúsund talsins.

Tímabilið er nú hálfnað en vonast er til að þegar það klárast munu meira en ein og hálf milljón áhorfenda hafa mætt á leiki deildarinnar.

Frank Bohmann, framkvæmdarstjóri deildarinnar, vonaðis til að gott gengi þýska landsliðsins myndi glæða handboltaáhugann enn frekar í Þýskalandi.

„Þýska landsliðið er auglýsing þýsku deildarinnar og ef liðinu tækist að verja heimsmeistaratitilinn myndi deildin græða á því," sagði hann.

Fjölmargir íslenskir handboltamenn spila í Þýskalandi og hafa gert um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×