Enski boltinn

Liverpool styður Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool hefur heitið Steven Gerrard fullum stuðningi vegna handtöku hans á aðfaranótt mánudags.

Þetta er í fyrsta sinn sem Liverpool tjáir sig um málið en yfirlýsingin sem birtist á heimasíðu félagsins er stutt.

„Steven hefur verið Liverpool frábær þjónn undanfarin tíu ár og félagið mun veita honum allan þann stuðning sem hann þarf á þessum tíma," sagði í yfirlýsingunni.

Gerrard hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás og mun mæta fyrir dóm í næsta mánuði.




Tengdar fréttir

Vildi Gerrard bara hlusta á Phil Collins?

Enskir fjölmiðlar eru stútfullir af sögum um hvað gerðist á skemmtistaðnum þar sem Steven Gerrard var handtekinn á sunnudagskvöldið.

Gerrard kærður fyrir líkamsárás

Yfirvöld í Liverpool í Englandi hafa kært Steven Gerrard, fyrirliða samnefnds félags, fyrir líkamsárás á skemmtistað á aðfaranótt mánudags.

Gerrard handtekinn

Steven Gerrard var handtekinn í morgun vegna uppákomu á skemmtistað í nótt. Talið er að hann hafi lent í slagsmálum á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×