Enski boltinn

Portsmouth semur við Belhadj

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nadir Belhadj, leikmaður Portsmouth.
Nadir Belhadj, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Portsmouth hefur gengið frá langtímasamningi við Nadir Belhadj sem hefur verið á lánssamningi hjá félaginu síðan í haust.

Belhadj kom til Portsmouth í haust frá Lens en félögin hafa nú samið um kaupverð sem er 4,4 milljónir punda. Belhadj skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Portsmouth.

Belhadj er vinstri bakvörður og hefur haldið Hermanni Hreiðarssyni á bekknum lengst af á tímabilinu. Belhadj hefur skorað tvö mörk í 23 leikjum á tímabilinu.

Tony Adams, stjóri Portsmouth, var ánægður með samninginn. „Þetta er mjög hraður og kraftmikill leikmaður sem gefur góðar fyrirgjafir. Sem stendur er hann að spila í stöðu vinstri bakvarðar og hann hefur verið að mynda gott samband við Niko Kranjcar. En hann getur líka spilað á vinstri kantinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×