Enski boltinn

Given verður ekki seldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shay Given, leikmaður Newcastle.
Shay Given, leikmaður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear, stjóri Newcastle, heldur því fram að Shay Given markvörður verður ekki seldur nú í næsta mánuði en hann hefur verið orðaður við bæði Tottenham og Arsenal.

„Hann fer ekki enda hefur hann engan áhuga á því. Hann elskar félagið," sagði Kinnear í samtali við enska fjölmiðla.

„Hann er hluti af borginni og hentar okkur mjög vel því hann er markvörður í heimsklassa. Hann er ánægður hjá Newcastle og líður vel hér."

Shay Given átti stórleik í marki Newcastle þegar liðið tapaði 5-1 fyrir Liverpool um helgina. Eftir þann leik sagði Kinnear að Given væri besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×