Enski boltinn

Fótboltamaður handtekinn eftir dauðaslys

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jason Robertson.
Jason Robertson.

Leikmaður í ensku 1. deildinni var handtekinn í tengslum við bílslys sem átti sér stað á Jóladag, 25. desember. Fimm barna faðir lét lífið í slysinu.

Leikmaðurinn er Jason Robertson, tvítugur sóknarmaður Sheffield United sem leikur nú með Southampton á lánssamningi. Hann er grunaður um hættulegt aksturslag.

Omar Mohamed, 38 ára karlmaður frá Leicester, slasaðist alvarlega í slysinu og lést síðan af sárum sínum 26. desember. Robertson hefur verið látinn laus gegn tryggingu.

Sheffield United hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið vottar fjölskyldu Mohamed dýpstu samúð. Fleira kom ekki fram í tilkynningunni enda um lögreglumál að ræða. Lögreglan hefur lýst eftir vitnum að bílslysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×