Enski boltinn

Gerrard æfði í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool.
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard æfði með Liverpool í dag en það staðfesti Rafael Benitez, stjóri liðsins, í samtali við enska fjölmiðla. Hann sagðist veita Gerrard sinn fulla stuðning.

Gerrard hefur verið ákærður fyrir líkamsárás sem mun hafa átt sér stað á skemmtistað aðfaranótt mánudags.

„Ég settist niður með honum og við áttum mjög gott spjall um ástand mála. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við Steven á næstu vikum," sagði Benitez.

„Steven útskýrði fyrir mér hvað gerðist og ég sagði honum að hann fengi minn fulla stuðning, rétt eins og frá öllum öðrum hjá Liverpool."

„Hann æfði með strákunum í dag og er fyllilega einbeittur að fótbolta enda fyrirliði liðsins og einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Við höfum lagt mikið á okkur til að komast á þann stall sem við erum á nú og við ætlum okkur að halda því ferli áfram."

Liverpool á næst bikarleik gegn Preston um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×