Enski boltinn

Pele í enska boltann?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Yohann Pele.
Yohann Pele.

Yohann Pele, markvörður franska liðsins Le Mans, er á óskalista enskra úrvalsdeildarliða samkvæmt heimildum Sky. Samningur hans rennur út næsta sumar.

Le Mans gæti reynt að selja hann í janúar til að koma í veg fyrir að hann fari frítt eftir nokkra mánuði. Portsmouth er talið vera meðal liða sem hafa áhuga.

Pele var valinn í franska landsliðshópinn nýlega en hann er 26 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×