Enski boltinn

Villa vann Hull á sjálfsmarki

Elvar Geir Magnússon skrifar

Hlutirnir halda áfram að falla með Aston Villa sem vann 1-0 útisigur á Hull City í kvöld. Þetta var síðasti leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Það var boðið upp á hádramatík á lokamínútum leiksins. Á 88. mínútu kom eina mark leiksins en þá átti Ashley Young fyrirgjöf sem Kamil Zayatte setti í eigið mark á slysalegan hátt.

Í viðbótartíma fór boltinn í slánna á marki Aston Villa. Steve Bennett benti á punktinn en hann taldi að boltinn hefði farið í hendina á leikmanni Villa. Eftir að hafa ráðlagt sig við aðstoðardómara hætti hann við að dæma vítaspyrnuna en þar var réttlætinu fullnægt.

Aston Villa er því komið með 38 stig í fjórða sæti, með jafn mörg stig og Machester United en lakari markatölu. Hull er í áttunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×