Enski boltinn

Rieira: Verðum enn betri með Torres

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres.

Albert Rieira, vængmaður Liverpool, varar andstæðinga Liverpool við því að liðið eigi bara eftir að verða betra á nýju ári þegar Fernando Torres snýr úr meiðslum. Torres er að jafna sig á meiðslunum og ætti að snúa aftur í næstu leikjum.

„Allir vængmenn, reyndar allir leikmenn, vilja spila með leikmanni eins og Fernando. Hann er alveg frábær leikmaður og mikilvægur fyrir liðið. Hann skoraði 33 mörk á síðasta tímabili sem er magnað afrek í svona erfiðri deild," sagði Rieira.

„Það verður gott fyrir okkur þegar hann verður leikfær aftur. Ég er viss um að ég mun ná vel saman með honum á vellinum. Ég þekki hann vel frá því að við spiluðum saman í unglingaliðum Spánar," sagði Rieira. „Við getum samt ekki notað það sem afsökun að við séum ekki með Fernando. Við erum með góða sóknarmenn sem geta leyst hans stöðu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×