Enski boltinn

O'Neill ánægður með að dómarinn leiðrétti mistökin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin O'Neill.
Martin O'Neill.

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, er mjög ánægður með að dómaramistök kostuðu liðið ekki sigurinn gegn Hull City. Villa vann leikinn 1-0 með sjálfsmarki á 88. mínútu.

Smelltu hér til að sjá það helsta úr leiknum.

Steve Bennett dómari leiksins ætlaði að færa Hull vítaspyrnu í uppbótartíma þegar hann hélt að Ashley Young hefði varið boltann með hendi á línu en í raun fór boltinn í slánna og yfir.

Sem betur fer fyrir Villa þá ráðfærði Bennett sig við annan aðstoðardómarann og skipti um skoðun. Bennett dæmdi þá markspyrnu en ekki víti.

„Þetta var ekki vítaspyrna. Dómarinn á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín svona. Ég er í skýjunum með að rétt ákvörðun var tekin á endanum og ánægður með sigurinn," sagði O'Neill sem var þó ekki sáttur við Young sem lyfti hendinni upp.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×