Enski boltinn

Zabaleta ákveðinn í að halda sæti sínu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zabaleta í landsleik.
Zabaleta í landsleik.

Pablo Zabaleta, varnarmaður Manchester City, segist ákveðinn í að halda sínu sæti í liðinu þegar félagið kaupir nýja leikmenn í janúar. Þessi argentínski bakvörður var keyptur frá Espanyol síðasta sumar.

„Ég er alltaf að finna mig betur og betur með hverjum leik. Ég veit að félagið ætlar sér mjög stóra hluti í framtíðinni og allir vilja taka þátt í því. Þetta er mikil áskorun," sagði Zabaleta.

„Hver leikur er eins og próf fyrir leikmenn," sagði Zabaleta sem einnig hefur það markmið að festa sig í sessi í landsliði Argentínu en hann á sex leiki að baki fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×