Enski boltinn

Gerrard kærður fyrir líkamsárás

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard fagnar marki með Liverpool.
Steven Gerrard fagnar marki með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Yfirvöld í Liverpool í Englandi hafa kært Steven Gerrard, fyrirliða samnefnds félags, fyrir líkamsárás á skemmtistað á aðfaranótt mánudags.

Gerrard var handtekinn ásamt fimm öðrum eftir að ráðist var á plötusnúð skemmtistaðarins. Hann hlaut áverka í andliti. Gerrard var sleppt úr haldi nú í morgun.

Auk Gerrard voru tveir aðrir kærðir en hinir eru 29 ára og nítján ára gamlir. Plötusnúðurinn er 34 ára gamall.

Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni að mennirnir þrír verða færðir fyrir dómstóla þann 23. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×