Enski boltinn

Ferguson: Erum í góðri stöðu

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Við förum í góðri stöðu inn í nýtt ár," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, eftir 1-0 sigur á Middlesbrough. „Við eigum tvo heimaleiki til góða. Liverpool og Chelsea eru að ná stigum en mikilvægast er að við séum að skila okar vinnu."

Sigur United hefði getað orðið mun stærri en liðið fór illa með góð færi. Ferguson var þakklátur fyrir eina markið sem Dimitar Berbatov skoraði. „Hann er magnaður leikmaður og mér fannst hann frábær í kvöld. Markið kom á mikilvægum tíma þar sem við vorum farnir að hafa áhyggjur," sagði Ferguson.

„Við klúðruðum mikið af færum og það er áhyggjuefni því við megum ekki halda því áfram í næstu leikjum."

Smelltu hér til að sjá það helsta úr leiknum








Fleiri fréttir

Sjá meira


×