Enski boltinn

Portsmouth reiðubúið að selja Defoe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe, leikmaður Portsmouth.
Jermain Defoe, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Peter Storrie, framkvæmdarstjóri Portsmouth, hefur staðfest að félagið sé reiðubúið að taka á móti tilboðum í Jermain Defoe þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

„Við höfum fengið fyrirspurn um Defoe en sögðum viðkomandi félagi að hann væri ekki til sölu nema fyrir mjög háa upphæð," sagði Storrie.

Portsmouth keypti Defoe fyrir sjö milljónir punda fyrir tæpu ári síðan og er söluverðið nú sagt nema allt að 24 milljónum punda.

Tottenham, Aston Villa og Manchester City hafa öll verið sögð á höttunum eftir Defoe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×